Nýr sóknarprestur
Í Digraneskirkju hefur sr. Alfreð Örn Finnsson hafið störf sem sóknarprestur. Við bjóðum hann velkominn í prófastsdæmið og óskum honum blessunar í nýja starfinu.
Í Digraneskirkju hefur sr. Alfreð Örn Finnsson hafið störf sem sóknarprestur. Við bjóðum hann velkominn í prófastsdæmið og óskum honum blessunar í nýja starfinu.
Reykjavíkurprófastsdæmin tvö ásamt Kjalarnesprófastsdæmi hafa komið á fót starfi svæðisstjóra æskulýðsmála. Anna Elísabet Gestsdóttir var ráðin til starfsins og hóf hún störf í janúarbyrjun.Svæðisstjóri hefur í umboði biskups og prófasta tilsjón með æskulýðsstarfi og heildaryfirsýn með verkefnisstjórum æskulýðsmála og æskulýðsleiðtogum … Continued
Í vikunni hélt Biskup Íslands, frú Agnes Sigurðardóttir, áfram að vísitera Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Hún heimsótti Kópavogskirkju og blessaði kapelluna sem er staðsett í Borgum, safnaðarheimili kirkjunnar. Á næsta sunnudag, 18. desember, verður hátíðarmessa í tilefni af 60 ára vígsluafmæli kirkjunnar. … Continued
Út er komin bókin Timinn og trúin eftir dr. Sigurjón Árna Eyjólfsson, héraðsprest í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Í bókinni rannsakar dr. Sigurjón Árni kirkjuárið og textaraðirnar og gerir jafnframt tilraun til að ritskýra guðsþjónustu íslensku Þjóðkirkjunnar. Í bókinni veltir dr. Sigurjón Árni fyrir … Continued
Þó að í hugum flestra séu aðventan og jólin tilhlökkunarefni á það því miður ekki við alla. Þetta námskeið er fyrir þá sem eru í þeim hópi. Skráning á ritari@eystra.is