Æskulýðsmálin í góðum höndum

Reykjavíkurprófastsdæmin tvö ásamt Kjalarnesprófastsdæmi hafa komið á fót starfi svæðisstjóra æskulýðsmála. Anna Elísabet Gestsdóttir var ráðin til starfsins og hóf hún störf í janúarbyrjun.
Svæðisstjóri hefur í umboði biskups og prófasta tilsjón með æskulýðsstarfi og heildaryfirsýn með verkefnisstjórum æskulýðsmála og æskulýðsleiðtogum sem starfa fyrir kirkjurnar á svæðinu.
Anna Elísabet hefur aðsetur í Breiðholtskirkju.
Við bjóðum hana velkomna til starfa og óskum henni velfarnaðar!