Á skrifstofu prófastsdæmisins í Breiðholtskirkju starfa prófastur, Sr. Gísli Jónasson, héraðsprestur, Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Eldriborgararáðs Þórey Dögg Jónsdóttir, prestur innflytjenda sr. Toshiki Toma og ritari, Arna Ingólfsdóttir.

Viðtalstími prófasts er þriðjudaga – föstudaga kl. 11.00 – 12:00 í síma 567 4810 og 864 7486, netfang hans er srgisli(hjá)kirkjan.is.

Ritari er við alla virka daga frá kl. 10:00 – 12:00 í síma 567 4810 og netfang prófastsdæmisins er eystra(hjá)eystra.is

Eldriborgararáð Reykjavíkurprófastsdæma eystra og vestra er staðsett í Breiðholtskirkju, Þangbakka 5, 109 Reykjavík, sími 557-1666 og netfang eldriborgararad@kirkjan.is. Þórey Dögg Jónsdóttir er framkvæmdastjóri ráðsins.

Prestur innflytjenda er Toshiki Toma, með skrifstofu í Breiðholtskirkju, sími 869 6526 netfang: toshiki@toma.is

Æskulýðssamband Reykjavíkurprófastsdæma, ÆSKR, er með skrifstofu í Grensáskirkju, Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík, sími 528 4427, netfang: aeskr(hjá)kirkjan.is. Starfsmaður ÆSKR Kristján Ágúst Kjartansson
Sjá www.kirkjan.is/annall/aeskr/.

Héraðsprestar  eru Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson netfang:sae@mmedia.is og sr. Sjöfn Jóhannesdóttir netfang: sjofnjo@simnet.is. Sjöfn hefur aðsetur í Fella- og Hólakirkju

Meðal þeirra verkefna sem prófastsskrifstofan annast er undirbúningur og framkvæmd margvíslegra námskeiða og funda og ýmiskonar þjónusta við starf söfnuðanna og sérþjónustunnar. Þá er leitað til prófastsskrifstofunnar með fyrirspurnir og beiðnir, bæði frá kirkjulegum aðilum utan prófastsdæmis, einstaklingum og fjölmiðlum.

Starf prófasts er samkvæmt 7. gr. starfsreglna um prófasta (nr. 734/1998) m.a. eftirfarandi:

“Prófastur er fulltrúi biskups í prófastsdæminu, trúnaðarmaður hans og ráðgjafi í kirkjulegum málum. Prófastur hefur í umboði biskups almenna tilsjón með kirkjulegu starfi í prófastsdæminu, stuðlar að því að það gangi sem best fyrir sig og lögum samkvæmt.

Prófastur er ráðgjafi og tilsjónarmaður presta og sóknarnefnda.

Prófastur, sem formaður héraðsnefndar, er í fyrirsvari fyrir prófastsdæmið að því er varðar sameiginleg málefni þess, gagnvart stjórnvöldum, stofnunum og einstaklingum. Hann fylgist með því að réttur kirkjunnar sé virtur í hvívetna”.

Um héraðspresta segir m.a. í starfsreglum um presta (nr. 735/1998) að “héraðsprestur annist reglulega messuafleysingu, þar sem ástæða þykir til” (35. gr.) og “aðstoði prófast og presta við að skipuleggja fræðslumál á þjónustusvæði sínu” (36. gr.).