Innsetning sóknarprests og prests

Sunnudaginn 29. janúar sl. setti prófastur, sr. Bryndís Malla Elídóttir tvo presta í embætti í Guðríðarkirkju. Sr. Leifur Ragnar Jónsson var settur sóknarprestur og sr. María Rut Baldursdóttir var sett inn í embætti prests. Athöfnin var hátíðleg og fjölmenn, báðir prestarnir þjónuðu fyrir altari.