Reykjavíkurprófastsdæmi eystra

Skrifstofa Breiðholtskirkju
Þangbakka 5 | 109 Reykjavík
S: 567 4810 | eystra@eystra.is

Allt sem þú vilt vita um Biblíuna, en veist ekki hvern þú ættir að spyrja!

Séra Þórhallur Heimisson sóknarprestur Breiðholtskirkju hefur haldið úti fjölmörgum námskeiðum í vetur varðandi orrustur, íslam, trúarbrögð heimsins og leyndardóma fornaldarinnar. Nú er komið að síðasta námskeiði vetrarins en það er um Biblíuna og ber yfirskriftina: Allt sem þú vilt vita um Biblíuna – en veit ekki hvern þú ættir að spyrja.

Pælt verður í heimildum Biblíunnar, ritunarsögu, sögu þeirra þjóða sem við mætum í Biblíunni auk Gyðinga, trúarbrögðum sem hafa haft áhrif á bæði Gyðingdóm og kristni (Egyptum, Babylóníu, Mesópótamíu, Zóróaster, Baal, Fönikíumenn, Gnóstíkinni, Apókalýptíkinni og Grikkjum) og textum sem ekki fengu náð fyrir augum þeirra sem söfnuðu saman textum Biblíunnar.

Námskeiðið er haldið 2. maí og 9. maí í Breiðholtskirkju og það byrjar kl.20.00.

Það er öllum opið og ókeypis – en áhugasamir þurfa að skrá sig á thorhallur33@gmail.com

Gamlinginn 2017, tónleikar í Bústaðakirkju

Í áratugi hefur íslenska þjóðkirkjan staðið fyrir orlofsbúðum eldri borgara, en síðustu 14 ár hafa þær verið haldnar á Löngumýri í Skagafirði. Gestirnir, sem koma af landinu öllu, eru frá sextugu og uppúr. Meðalaldur dvalagesta síðast liðið sumar var 88,5 ár.

Komandi sumar verða í boði  fimm og sex daga orlofsdvalir fyrir fimm 30 manna hópa. Eldriborgararáð Reykjavíkurprófastsdæmanna ásamt Ellimálanefnd þjóðkirkjunnar standa að orlofinu.

Dvalargestir greiða sjálfir sitt dvalargjald og til að gera sem flestum, óháð fjárhag, kleift að taka þátt í orlofsbúðunum er blásið til styrktartónleika. Yfirskrift tónleikanna er Gamlinginn 2017.

Tónleikarnir verða haldnir í Bústaðakirkju fimmtudagskvöldið 9. mars kl. 20:00. Verð á tónleikana er 3.500.- miðar seldir við innganginn og posi á staðnum. Allur ágóðinn rennur til þess að niðurgreiða dvalargjald þátttakenda.

Sálmar fyrr og nú

Sálmar fyrr og nú

fræðslusamverur í Seljakirkju í febrúar kl. 13

boðið er upp á súpu og brauð kl. 12:30

 

 

Sálmar Lúthers – 12. febrúar

Dr. María Ágústsdóttir mun fjalla um sálma Lúthers  og  hvaða erindi þeir eiga í nýrri sálmabók sem gefin verður út á þessu ári.  Í ár er 500 ára afmælis siðbótarinnar minnst í kirkjunni og hvaða áhrif Lúther og þar með sálmar hans hafa haft á kirkju og kristni.

 

 

Trúmaðurinn Bob Dylan – 19. febrúar

Nóbelsverðlaunahafinn Bob Dylan orti mörg lög með trúarlegri skýrskotun sem nutu mikilla vinsælda.  Henning Emil Magnússon mun fjalla um Dylan á trúartímabilinu 1979-1981 og trúarhugmyndir hans.  Einnig mun Bylgja Dís Gunnarsdótti syngja lög eftir Corlioni við ljóð Dylans.

 

Áhrifasaga Saltarans – 26. febrúar

Dr. Gunnlaugur A. Jónsson mun fjalla um áhrifasögu Davíðssálmanna og varpa upp fjölbreyttum myndum þar sem sjá má áhrif frá kunnum sálmum Biblíunnar.  Í myndlist, ljóðum og kvikmyndum birtast oft tilvísanir í Biblíuna sem gaman er að taka eftir.

 

Njótum þess að fræðast í febrúar og eiga samfélag í kirkjunni                                  í hádeginu á sunnudögum!

Seljakirkja

Biblían og bænin bænin og Biblían

 

 

Tveggja kvölda námskeið í Seljakirkju um Biblíuna og bænina miðvikudagana 15. og 22. febrúar kl. 19:30-21:00 í Seljakirkju.

 

Á námskeiðinu verður fjallað um Biblíuna og Biblíulestur, bænina og bænalífið.   Leitað verður svara við því hvernig Biblían og bænin tengjast hvort öðru.  Hvernig þetta tvíeiki getur aukið núvitund, skerpt markmiðssetningu og verið hamingjuauðgandi.  Einnig verða skoðaðar þær hindranir sem oft verða í veginum þegar Biblían er opnuð eða þegar bænin lendir í öngstræti.

 

Fátt er betra á nýju ári en að setja Biblíuna og bænina inn í hefðbundna rútínu hversdagsins og mun námskeiðið leitast við að auðvelda þá nálgun fyrir þátttakendur.

 

Leiðbeinandi er sr. Bryndís Malla Elídóttir prestur Seljasóknar

Skráning á seljakirkja@kirkjan.is eða í síma 567 0110

Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Krílasálmar hefjast í Seljakirkju í dag.

Krílasálmar í Seljakirkju

Krílasálmar – tónlistarnámskeið fyrir ungbörn og foreldra hefst í Seljakirkju mánudaginn 23. janúar. Um er að ræða fjögurra vikna námskeið á mánudögum kl. 11 – 11:45.

Verð á námskeiðið er 3000 kr.

Skráning á seljakirkja@kirkjan.is eða í síma 567 0110.

 

Krílasálmar er tónlistarnámskeið í kirkjunni fyrir börn 3ja – 18 mánaða og foreldra þeirra. Markmið námskeiðsins er að vekja sönggleði og gefa foreldrum tækifæri til að tengjast börnum sínum í gegnum söng, leik og tónlist. Sungnir eru sálmar og lög kirkjunnar, þekkt barnalög, íslensk þjóðlög og kvæði. Leitast er við að búa til notalegar stundir þar sem við syngjum, vöggum börnunum, dönsum, hlustum á tónlist, leikum okkur og njótum samverunnar.

 

Umsjón með námskeiðinu hefur Guðný Einarsdóttir organisti.

Námskeið um gleðina í Árbæjarkirkju.

Námskeið um gleðina Gleðin er grunnur að góðu lífi. Á námskeiðinu er fjallað um tengsl trúar og hamingju, mikilvægi gleðinnar og leiðir til þess að efla hana í eigin lífi. Leiðbeinandi er sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir.

Námskeiðið er þriðjudagana 7. 14 og 21. febrúar kl. 20:30-22. Það er öllum opið og kostar 3000 krónur.

Skráning á námskeiðið er í gegnum tölvupóst á netfangið: petrina@arbaejarkirkja.is og í gegnum síma Árbæjarkirkju 587-2405

Alfa námskeið hefst í Digraneskirkju 26. janúar.

Alfa er tíu vikna námskeið, einu sinni í viku, þar sem fjallað er um tilgang lífsins út frá kristnu sjónarhorni. Farið er í grundvallaratriði kristinnar trúar á einfaldan og þægilegan hátt. Stundum fara þátttakendur saman út úr bænum eða eyða saman laugardegi til að fá fræðslu um heilagan anda.
Tekist er á við mikilvægustu spurningar lífsins. Hvorki eru gerðar kröfur um trúarafstöðu né heimalærdóm eða aðrar skuldbindingar gerðar til þátttakenda.

Hver samvera hefst með léttum málsverði kl. 18:00. Síðan er kennt í um 45 mínútur og eftir stutt hlé eru umræður í hópum. Að lokum er stutt helgistund. Námskeiðinu lýkur kl. 21:00.
Á Alfa námskeiðinu gefst fólki tækifæri til að spyrja spurninga og taka þátt í skapandi umræðu um lífið og tilveruna.

Árið 2013 voru haldin 87000 Alfa námskeið. Árið 2016 er áætlað að um 24 milljónir manna í 169 þjóðlöndum hafi farið á Alfa námskeiðið. Það hefur verið haldið á 112 mismunandi tungumálum og í öllum helstu kirkjudeildum í heimi.

Krílasálmar í Seljakirkju

Krílasálmar – tónlistarnámskeið fyrir ungbörn og foreldra hefst í Seljakirkju mánudaginn 23. janúar. Um er að ræða fjögurra vikna námskeið á mánudögum kl. 11 – 11:45.

Verð á námskeiðið er 3000 kr.

Skráning á seljakirkja@kirkjan.is eða í síma 567 0110.

 

Krílasálmar er tónlistarnámskeið í kirkjunni fyrir börn 3ja – 18 mánaða og foreldra þeirra. Markmið námskeiðsins er að vekja sönggleði og gefa foreldrum tækifæri til að tengjast börnum sínum í gegnum söng, leik og tónlist. Sungnir eru sálmar og lög kirkjunnar, þekkt barnalög, íslensk þjóðlög og kvæði. Leitast er við að búa til notalegar stundir þar sem við syngjum, vöggum börnunum, dönsum, hlustum á tónlist, leikum okkur og njótum samverunnar.

 

Umsjón með námskeiðinu hefur Guðný Einarsdóttir organisti.

Námskeið í tilefni siðbótarársins 2017: Pólitískur rétttrúnaður og guðfræði Marteins Lúthers

Í tilefni 500 ára afmælis siðbótarinnar árið 2017 verður guðfræði Marteins Lúthers í fyrirrúmi í vetur. Rit Lúthers: Ánauð viljans er eitt umdeildasta rit guðfræðisögunnar. Íslensk þýðing ritsins verður lesin og fjallað um vægi þess í sögu og samtíð. Í því er m.a. umfjöllun um þjáningu og endurlausn, fyrirhugun og náð. Leitast verður við að tengja þessa þætti í guðfræði Lúthers við umræðuefni í samtímanum og verða m.a. þær hugmyndir sem oft eru tengdar við pólitískan rétttrúnað skoðaðar. Spurningum um uppruna stefnunnar og megináherslur hennar eru skoðaðar í samhengi umfjöllunnar Lúthers um faríseisma og trú eða réttlætingu af verkum eða af trú.

Námskeiðið er hluti af Biblíulestraröð á vegum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra og Leikmannaskóla kirkjunnar.

Kennari á námskeiðinu er einn helsti Lúthersfræðingur Íslands. Dr. dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Sigurjón var gestakennari við Guðfræðideildina í Kiel þarsíðasta sumarmisseri og er því hér gott tækifæri til að kynnast því sem hæst ber í guðfræðiumræðunni í dag.

Námskeiðið hefst 19. janúar nk. kl. 20 í Breiðholtskirkju og verður þar á fimmtudagskvöldum til 23. mars.

Skráning er á netfangið: skraning@kirkjan.is eða á skriftstofu Reykjavíkurprófastsdæmis eystra í síma: 567-4810.