Kynningarfundur fyrir komandi biskupskjör verður í Seljakirkju mánudaginn 25. mars kl. 19:30-21:30. Þar gefst gott tækifæri til þess að hitta frambjóðendur, hlusta á framsögu þeirra og spyrja spurninga. Streymt verður frá fundinum en það er alltaf gaman að mæta á staðinn.
Í kjöri eru sr. Elínborg Sturludóttir Dómkirkjuprestur, sr. Guðmundur Karl Brynjarsson sóknarprestur í Lindakirkju og sr. Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogskirkju.