Starf verkefnastjóra Eldriborgararáðs laust til umsóknar

Héraðsnefndir Reykjavíkurprófastsdæmis eystra og vestra auglýsa starf verkefnastjóra Eldriborgararáðs laust til umsóknar frá og með 1. janúar 2024. Um er að ræða 50% starf sem felur í sér samskipti og þjónustu við starf eldri borgara í kirkjum prófastsdæmanna.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Að veita faglega ráðgjöf og stuðning við starf eldri borgara.
  • Að vinna náið með stjórn Eldriborgararáðs og standa fyrir sameiginlegum viðburðum Eldriborgararáðs.
  • Að sinna afleysingaþjónustu fyrir starfsfólk í öldrunarstarfi safnaðanna.
  • Að taka þátt í kirkjustarfi eldri borgara eftir því sem óskað er eftir og aðstoða varðandi dagskrá og efni sem nota má í starfið.
  • Að sjá um almennt kynningarstarf og veita upplýsingar um starf kirkjunnar fyrir eldri borgara.

Menntun og hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af starfi eldri borgara í kirkjunni
  • Reynsla af þátttöku í helgihaldi kirkjunnar
  • Mjög góð samskiptahæfni og gott orðspor í samskiptum
  • Reynsla og hæfni til að miðla upplýsingum
  • Metnaður og færni í teymisvinnu
  • Gott vald á íslensku í ræðu og riti

Verkefnastjórinn lýtur verkstjórn prófastsins í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.

Nánari upplýsingar veita sr. Bryndís Malla Elídóttir prófastur í síma 892 2901, netfang bryndis.el@kirkjan.is og sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur í síma 8609997, netfang helgasoffia@simnet.is

Umsóknarfrestur er til og með 27. nóvember 2023

Umsóknum skal skila á skrifstofu Reykjavíkurprófastsdæmis eystra í Breiðholtskirkju eða á netfangið bryndis.el@kirkjan.is