Skráning hafin á Löngumýri

Orlofsbúðir eldri borgara á Löngumýri í Skagafirði hafa notið mikilli vinsælda síðast liðin ár. Í sumar verða sjö hópar og nú þegar er orðið fullt í nokkra hópa. Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg á Löngumýri og markmiðið að allir geti notið þess að dvelja í fallegu umhverfi í góðra vina hóp. Allar nánari upplýsingar og skráning er í síma 567 4810.

Dvalarhóparnir eru: 23. maí-28. maí, 29. maí-4. júní, 5. júní-10. júní, 19. júní-25. júní, 26 .júní-1. júlí, 3. júlí-8. júlí, 10. júlí-16. júlí