Nýr prófastur

Sr. Gísli Jónasson hefur nú látið af störfum fyrir aldurssakir eftir farsæla þjónustu sem prófastur í yfir tuttugu ár. Biskup Íslands útnefndi sr. Bryndísi Möllu Elídóttur sem prófast frá og með 1. apríl. Sr. Bryndís Malla hefur síðustu ár þjónað Seljasöfnuði en var áður héraðsprestur prófastsdæmisins með sérstakar skyldur við Breiðholtssöfnuð. Skrifstofa prófastsdæmisins er sem fyrr í Breiðholtskirkju.