Berglind Hönnudóttir

Til þeirra sem málið varðar
Ég undirituð býð mig fram til setu á Kirkjuþingi.
Þetta bréf er ætlað til kynningar á mér og þeim málum sem vil beita mér fyrir innan kirkjunar.
Ég er fædd 1994 og búsett í Reykjavík. Ég útskrifaðist með BA próf í Guðfræði sumarið 2017 og
hef einnig lokið einu ári í Grunnskólakennarafræðum. Ég og unnusti minn Baldur, eigum tvíbura
fædd í september 2017, þau Eldeyju Katrínu og Cýrus Elí.
Ég hef víðtæka reynslu innan kirkjunar bæði af daglegum störfum og stjórnsýslu hennar.
Fyrsta starf mitt innan kirkjunnar var að aðstoða með barna og unglingastarf, þá 13 ára gömul.
Seinna fór ég að sjá um þessi störf ásamt sunnudagaskóla í hinum ýmsu kirkjum á
höfuðborgarsvæðinu ásamt því að aðstoðað með sérverkefni úti á landi.
Ég hefi setið í ýmsum nefndum og stjórnum á vegum kirkjustarfsins, t.d. Stjórn ÆSKR, og stjórn
ÆSKÞ.
Ég hef setið Kirkjuþing Ungafólksins í nokkur kjörtímabil, og í gegnum það setið kirkjuþing hið
almenna sem áheyrnarfulltrúi. Kirkjuþing ungafólksins er smækkaður vettvangur eins og
kirkjuþing hið almenna fyrir ungt fólk til að kynnast stjórnsýrslunni og hafa áhrif á kirkjuna sína.
Við höfum lagt fram fjölda mála til Kirkjuþing og þannig haft áhrif á okkar vinnu umhverfi.
Nýlega var ég tilnefnd af Íslensku Þjóðkirkjunni til að taka þátt í verkefninu Young Reformers á
vegum Lútherska heimssambandsins. Young reformers er alþjóðlegt verkefni með það að
markmiði að efla þáttöku ungs fólk í Lútherskum kirkjum um allan heim og að Lútherska
heimssambandið leggur mikla áherslu á að hópurinn hafi rödd innan sambandsins.
Þáttaka ungs fólk í Íslensku Þjóðkirkjunni er mikilvæg ef horft er til framtíðar. Bæði í
grasrótarstarfi hennar en ekki síður þegar horft er til stjórnsýslu og ég hef trú á því að þar geti
reynsla mín haft góð áhrif.
Þau málefni sem að eru mér efst í huga innan kirjunar eru umhverfis og æskulýðsmál og tel ég
að margt sé hægt að gera til að stuðla að framförum í þeim efnum.
Ef vakna upp spurningar um mig og mín málefni er sjálfsagt að hafa samband við mig.
Ég er alltaf tilbúin í samtal um kirkjuna og hennar málefni.
Með von um þitt atkvæði.
Berglind Hönnudóttir
S. 7733373
Email: berglind.bella@gmail.com