Kynningarfundur  vegna vígslubiskupskjörs mánudaginn 18. september kl. 17:30 í Breiðholtskirkju

Kynningarfundur  vegna vígslubiskupskjörs mánudaginn 18. september kl. 17:30 í Breiðholtskirkju

 

Reykjavíkurprófastsdæmi eystra stendur fyrir kynningarfundi á þeim prestum sem hlotið hafa tilnefningu til að vera í kjöri til vígslubiskups í Skálholti. Það eru þeir: sr. Axel Árnason Njarðvík, sr. Eiríkur Jóhannsson og sr. Kristján Björnsson. Á fundinum verða frambjóðendur með framsögur og síðan verður boðið upp á fyrirspurnir.

Fundurinn er öllum opin, en sérstaklega er hvatt til þátttöku þeirra sem hafa atkvæðisrétt.