Skýrsla héraðsprests í Reykjavíkurprófastsdæmi–ey 2017

Sigurjón Árni Eyjólfsson

Skýrsla héraðsprests  í Reykjavíkurprófastsdæmi–ey 2017

Á síðasta starfsári þ.e. frá maí 2016 til 23. maí 2017, var starfssvið héraðsprests  eftirfarandi:

 1. Guðsþjónustu-, helgihald og tónlistarflutningur

(a) Héraðsprestur hefur eins og undanfarin ár verið með fastar messuafleysingar fyrir presta prófastsdæmisins. Sérstökum tilefnum innan safnaðanna t.d. upphaf barnastarfs, fyrsti sunnudagur í aðventu, fermingar o.s.frv., er haldið utan fasts skipulags.

(b) Almennar guðsþjónustur og bænastundir héraðsprests voru í kirkjum prófasdæmisins, Seljahlíð, Áskirkju, Bústaðarkirkju, Seltjarnarneskirkju, Kristniboðsfélagi karla, KFUM og í kapellu HÍ.

(c) Nýr liður í starfi héraðsprests er að predika, halda hugvekju eða fyrirlestur og leika á saxófón í guðsþjónustum, bæna- og/eða samverustundum og samverum eldri borgara. Auk þessa við atburði  á vegum PÍ og árshátíð prófastsdæmisins.

(d) Jassmessur eru fastur liður í starfinu. Krefjast þær mikils undirbúnings bæði varðandi uppbyggingu guðsþjónustunnar, val á efni og æfingar. Undanfarin ár hefur héraðsprestur séð um 55 slíkar. Á árinu voru haldnar 8 jassmessur og auk  þess spilaði hann og hélt hugvekjur í 12 bæna- og samverustundum. Þetta er nýjung sem vel er tekið.

Samtals voru þetta alls á tímabilinu 38 guðsþjónustur og 19 helgistundir, þessi fjöldi guðþjónusta skýrist að nokkru af fækkun embætta innan prófastdæmisins yfir skemmri eða lengri tíma.

 

 1. Prédikunarundirbúningur

(a) Prédikunarundirbúningur er haldinn í Hjallakirkju á þriðjudagsmorgnum frá kl. 9.15-10.30. Héraðsprestur sér um undirbúning og er með innlegg varðandi texta næsta sunnudags. Í því er skýrt frá helstu niðurstöðum og áhersluþáttum sem eru að finna í skýringaritum og prédikunarundirbúningsritum. Fyrirlesturinn tekur u.þ.b.  30-40 mínútur.

(b) Umræður spinnast jafnan út frá textanum og eru vandamál heimfærslu hans rædd. Auk þess hafa prestar farið þess á leit við héraðsprest að gera guðfræðilega úttekt á álitamálum. Þessi þáttur í starfinu er mjög nauðsynlegur þar sem menn geta borið saman bækur sínar og fjallað um ýmis mál. Fyrir hópinn hélt erindi þann 21. feb. próf. Dr. Rúnar M. Þortsteinsson: „Við yfirgáfum allt og fylgdum þér!“ Heimspekilegt stef í Markúsarguðspjalli“. 31. jan hélt Dr. Grétar Halldór Gunnarsson erindið „Að tala um Guð í samtímanum“  og  7. mars „Samband trúar og veraldlegra stofnana“.  Haldið var Predikunarseminar í Skálholti 15. -16. maí. Þar flutti Sr. Þórhallur Heimisson fyrirlestrana: „Þegar heimurinn hrundi“ og „Bændauppreisnin í Þýskalandi 1524 – skipsbrot siðbótarinnar?“ og Dr. dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson fyrirlestrana: „Um biskupsembættið“ og  „Lúther og Gyðingarnir“.

(c) Aðsókn að predikunarklúbbnum er jöfn og góð. Alla jafnan koma á milli  4 til 10 prestar. Alls voru haldnir 37 slíkir fundir á tímabilinu.

(d). Á starfsárinu fóru nokkrir meðlimir hópsins saman í bíó.

 

 1. Fræðslustarfið

3.1 Biblíulestrar / Fyrirlestrahald 2016-2017

(a) Í Breiðholtskirkju voru haldnar tvær fyrirlestraraðir eða biblíulestrar á vegum prófastsdæmisins. Þeir eru hugsaðir fyrir allt prófastsdæmið, þó að þeir séu bundnir við eina kirkju. Fólk allstaðar að úr prófastsdæminu hefur sótt biblíulestrana. Vegna samvinnunnar við Leikmannskóla þjóðkirkjunnar kemur fólk einnig úr öðrum prófastsdæmum. Biblíulestraraðir voru tvær, tíu skipti hver fyrir sig alls 20 skipti og var ein fyrir áramót (sept. – nóv.) og önnur eftir áramót (jan. – apríl).

Fyrsta röðin (haust) var haldin í tilefni 500 ára afmælis siðbótarinnar árið 2017. Hún kallaðist Guðfræði Marteins Lúthers í riti hans Ánauð viljans. Ritið er eitt það umdeildasta innan guðfræðisögunnar. Íslensk þýðing þess var lesin og fjallað um vægi þess í sögu og samtíð. Í því er m.a. að finna umfjöllun um þjáningu og endurlausn, fyrirhugun og náð. Námskeiðið hófst fimmtudaginn 22. september og var í tíu skipti til 24. nóvember.

Seinni röðin (vor) kallaðist: Pólitískur réttrúnaður og Guðfræði Marteins Lúthers. Rit Lúthers Ánauð viljans var áfram lesið og efni þess nú borið saman við umræður í samtímanum. Námskeiðið hófst fimmtudaginn 19. jan. og var í tíu skipti til 23. mars 2017.

(b) Biblíulestrarnir eru vel sóttir, allt frá 15 – 25 einstaklingar mættu í hvert skipti. Skapast gjarnan skemmtilegar umræður og oft verður að slíta fundi fyrr en menn vilja. Fólk er almennt ánægt með þessa fræðslu og sammála um nauðsyn hennar. Þessir fyrirlestrar er undir yfirheitinu biblíulestrar þar sem Biblían myndar grundvöllinn að þeirri guðfræðilegu umræðu sem þar fer fram. Mikið af því efni sem þar hefur verið flutt hefur birst sem greinar í tímaritum eða ritum.

 

3.2 Fræðslustundir veturinn 2017–2018

Fyrsta röðin (haust) mun kallast: Allt er hégómi – Prédikarinn lesinn. (22.09. – 24.11. 2017) og önnur: Trú og eftirfylgd (18.01. – 22.04. 2018).

Samstarf er eins og áður á milli fræðslunnar í prófastsdæminu og Leikmannaskóla þjóðkirkjunnar.

 

3.3 Opinberir fyrirlestrar héraðsprests á starfsárinu:

1). 12. okt. hélt héraðsprestur fyrirlestur á fundi fyrir presta, sóknanefndar- og starfsfólk í Kjalarnessprófastsdæmi „Vægi almenns prestdóms fyrir kirkjulegt starf og stjórnun.“

2). 3. jan. á þrettándaakademíu var héraðsprestur með fyrirlestur „Þjóðkirkjan sem samfélag trúaðra – Þróun guðfræðinnar innan Þjóðkirkjunnar á 20. og 21. öld rakin“.

3). 23. jan. flutti héraðsprestur erindi í Karlahópi i Hjallakirkju: „Trú og reynsla I“.

4). 24. jan. á málþingi í Íslensku Kristskirkjunni Samskipti valdhafa og kirkju hélt héraðsprestur fyrirlestur: „Að tilheyra tveimur ríkjum“.

5). 6. feb. flutti héraðsprestur erindi í Karlahópi i Hjallakirkju: „Trú og reynsla II“.

6). 8. feb. hélt Nefnd um fimm alda minningu siðbótarinnar málþing í safnaðarheimili Dómkirkjunnar. Þar flutti héraðsprestur fyrirlestur „Lúther og lífsgleðin“. Um þennan atburð var fjallað á baksíðu Morgunblaðsins mánudaginn 20. febrúar.

7). 3. mars hélt héraðsprestur í Kristinboðsambandinu fyrirlestur „Um kristinboðskipunina“

8). 10. mars í málstofunni Staðleysur á Hugvísindaþingi flutti héraðsprestur fyrirlestur „Staðleysur og kenningin um hina síðustu tíma“.

9). 22. mars á vegum Samtal um trú hélt héraðsprestur í Dómkirkjunni erindið „Lúther og þjóðkirkjuhugtakið“ og eftir umræður leik hann verk eftir Paul Desmond á saxófón.

10). 10. maí á árvissum fundi  fræðslufulltrúafundar í Seljakirkju hélt héraðsprestur erindið „Fullorðinsfræðsla“.

 

3.4 Þing sem héraðsprestur skipulagði og/eða kom að

1). Þing, opinberir fyrirlestrar og útvarpserindi voru haldin í á vegum nefndar um fimm alda minningu siðbótarinnar og guðfræðideildar sem héraðsprestur stuðlaði að og skipulagði aðallega með Ævari Kjartanssyni, Sr. Örnu Grétarsdóttur auk annarra meðlima nefndarinnar. Um var að ræða komu og fyrirlestrahald þeirra próf. Dr. Phil. Hartmut Rosenau og próf. Dr. Johannes Schilling frá CAU Kiel. Héraðsprestur undirbjó komu þeirra m.a. í sumarfríi sínu í júlí í Kiel og var túlkur og stjórnaði umræðum m.a. í Skálholti. Dagkráin var eftirfarandi: Fyrst þann 12. sept. voru haldnir fyrirlestrar í Háskóla Íslands „The Beginning of the Reformation“ (Schilling) og „Sola gratia“ in times of God´s remoteness“ (Rosenau). Síðan þann 13. sept. hittu Schilling og Rosenau biskup Íslands og ritara hans á fundi á biskupstofu til að skipulegga komu og dvöl prestarstefnu í Wittenberg 2017. Um kvöldið var fyrirlestur í Hallgrímskirkju „Luther´s Theology of Music“ (Schilling). Dagana 14. – 15. sept. var málþing í Skálholti. Þar sem fjallað var um: 14. sept. „Sola gratia“ in times of God´s remoteness. Transformations of lutheran principles into a sapiential theology (Rosenau). „Luther´s theology in his songs“ (Schilling). 15. sept. „Luther´s Theology of Music“ (Schilling). „Sapiential theology – reason and outline of a theology of „waiting““ (Rosenau). „Luther´s Translation of Scripture, Luther´s Catechisms, Luther´s piety“ (Schilling). „The doctrine af justification transformed into a postmodern concept of blessing“ (Rosenau). „500th anniversary of the Reformation in Germany – outlines and perspectives“ (Schilling). „“Pietas et eruditio“ – existential disclosure of reformatory education today“ (Rosenau).

2). 31. október  var málþingið haldið í safnaðarheimili Háteigskirkju Lúthersk arfleifð í nútíma samfélagi. Fyrirlesarar voru  Egill Arnarson heimspekingur: „Kreppa kennivalds í samtímanum“.  Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir prófessor í guðfræðilegri siðfræði við HÍ: „Köllun mannsins í syndugum heimi. Orðræða Lútherska heimssambandsins um loftslagsmál í aðdraganda Parísarráðstefnunnar (COP21) 2015”. Haraldur Hreinsson guðfræðingur: Er nútíminn lútherskur? „Simul iustus et peccator“ og hversdagsmenningin“. Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur og framkvæmdastýra Jafnréttisstofu: „Marta, Marta, þú ert áhyggjufull og mæðist í mörgu.“ Konur, kvennabaráttan og siðbótin“. Héraðsprestur stýrði umræðum.

3). Setning Lútherárs var með hátíðarguðþjónustu þann 29. jan. í Hallgrímskirkju.

 

3.5 Útvarpserindi og -viðtöl

(a). 9. maí og aftur 27. maí 2016 útvarpsviðtal í Víðsjá vegna greinarinnar „Birtingarmyndir íslams í samfélagsumræðunni“

(b). Alls 6 erindi flutti hérðasprestur í útvarpsþáttunum 499 árum síðar með Ævari Kjartanssyni sem voru fluttir 4. 11. 18. 25. sept. 2. 9. okt. 2016.

(c). Biblíulestrar í beinni hjá Markúsi, Útvarp Saga 13. des. Um jólaguðspjallið, 24. jan. um Sköpunarsöguna og heimsmynd ritningarinnar. 23. feb. um handritasögu NT. 6. apríl um himinn og helvíti. Um Jesúmyndir samtímans á Lindinni 9. og 16. maí.

Lesið inn 12 morgunbænir fyrir RUV þann 10. maí.

 

3.6 Fyrirlestrastarfið og fræðslan eru umfangsmikil og hélt héraðsprestur um 37 erindi í predíkunarsemenari, 20 í biblíulestrum auk 10 opinbera og 12 útvarpserindi. Fyrirlestrar voru alls 80, auk 52 kennslustunda við HÍ. Nokkrir fyrirlestranna hafa þegar birst sem greinar í, Kirkjuritinu, STI, Skírni, Bjarma, tru.is eða annars staðar.

Undanfarin ár hefur héraðsprestur kennt Kirkjusögu Evrópu við Guðfræðideild HÍ. Um er að ræða fjóra tíma í viku á haustönn (mán. 10-12 og mið 8.-10).

 

 

3.7 Greinarskrif sem komu út á starfsárunum 2015–2017

 1. „Óttinn og trúin“, tru.is, 9.02. 2015.
 2. „Trú og tjáningarfreslsi“ tru.is 5.05 2015
 3. „Sókn og söfnuður – Fyrri hluti“, Bjarmi 1. tbl. 109 árg 2015, bls. 42-45.
 4. „Boðunin á Íslandi í dag“, Kirkjuritið maí 2015, bls. 22–23.
 5. „Trú og tjáningarfrelsi“ Bjarmi 2. tbl. 109 árg 2015, bls. 38–43.
 6. „Sókn og söfnuður – Seinni hluti“, Bjarmi 2. tbl. 109 árg 2015, bls. 24-28.
 7. „Trú og samviskufrelsi“ tru.is 7.07. 2015 með Haraldi Hreinssyni
 8. „Trú, mannréttindi og forræðishyggja“ tru.is 29.09. 2015 með Haraldi Hreinssyni
 9. „Tími og rúm í hugvekjum Hallgríms Péturssonar“ birtist í riti um Hallgrim Pétursson sem Torfi Hjaltalín gaf út.
 10. „Birtingarmyndir íslams í samfélagsumræðunni“ Skírnir vor 2016, bls. 53–90.
 11. „Trú og vantrú“, Bjarmi 2 tbl. 110 árg 2016, bls. 42-45.
 12. „Trú og tónlist“ tru.is 13.10. 2016
 13. „Marteinn og Katarína Lúther“ tru.is 27.02. 2017
 14. „Sögurýnin og íslam“ Skírnir 191. Ár, vor 2017, bls. 47–79.

 

3.8 Afmælisrit

Hinn 14. mars 2017 var gefið út af Haraldi Hreinssyni, Brynjólfi Ólassyni og Stefáni Einari Stefánssyni hjá HÍB bókin Sigurjónsbók – Afmælisrit til heiðurs Sigurjóni  Árna Eyjólfssyni 20 greinar.

 

4 Trú og tónlist

4.1 Tónlistarflutningur héraðsprests

 1. 18. maí spilað á kvöldstund fyrir eldri borgara, 29. sept. í Hjallakirkju og 5. okt. í Breiðholtskirkju með Bjarka Guðmundssyni (gítar). 9. nóv. í Árbæjarkirkju og á kvöldsamkomu eldri borgara með Sigurði Grétarssyni (gítar). 2 des. á jólafundi fyrir starfsmenn í eldri borgarastarfs prófastsdæmanna í Grensáskirkju. Með héraðspresti léku Bjarki Guðmundsson (gítar) og Snorri  Skúlasson (bassa).
 2. 22. maí var jassmessa í Digranesi, 14. ágúst í Grafarholtskirkju, 18. sept. í Fella- og Hólakirkju, 9. okt. í Selinu í Grafarvogi þar sem héraðsprestur sá um helgihald, predikun og undirleik í guðsþjónustunni með Þorgrími Þorsteinssyni (gítar) og Ingva R. Björgvinssyni (bassi). 4. des í Fella og Hólakirkja, 11. des. í Breiðholtskirkju, léku með héraðspresti Bjarki (gítar) og Snorri (bassi). 18. des. í Guðríðarkirkju með Ásbjörgu (söngur), Ásgeiri (gítar) og aftur 26. feb. með Ásbjörgu, (söngur), Ásvaldi (píanó), Birgi (bassi)
 3. Spilað í bænaguðsþjónustu 18. 26. 29. júlí. 3. 10. ágúst, 28 sept. spilað og farið með hugvekju 8. feb (Guðríðarkirkja með Ásbjörgu) og 14. feb. (Digraneskirkja með Bjarka og Snorra). 4. apríl hélt ég hugvekju og spilaði í bænastund og á eftir í kaffisamsætinu bíltlalög með Sigurði í Fella- og Hólakirkju. 18. maí í tilefni loka vetrarstafs eldri borgara í Áskirkju hélt héraðsprestur hugvekju og spilaði síðan í samsæti í safnaðarheimilinu með Sigurði.

Hér er um skemmtilega nýjung að ræða, sem krefst undirbúnings og er afrakstur tónlistarnáms héraðsprests síðastliðin 17 ár.

 

 1. Fundir

5.1. Fundir vegna prestsstarfa

Héraðsprestur sótti fasta fundi fyrir presta og/eða starfsmanna prófastsdæmisins. Ritari á valnefndarfundum: 18. mars. 4. apríl. Námsnefnd prófastsdæmisins og fræðsluráð: 3

Samstarfsfundir eru haldnir í Breiðholtskirkju á þriðjudögum og sótti héraðsprestur þá eftir bestu getu.

Skírnarviðtöl: 3

Gifingviðtöl: 4

Viðtöl vegna jarðarfarar: 2

 

5.2. Fundir vegna kirkjustarfs og – stjórnar innanlands

Tónlistaráðs: 5

Lúther- og útgáfunefnd: 17

Vegna undirbúnings útvarpsþátta með Ævari Kjartanssyni: 8

Vísindasjóður prestafélags Íslands: 7

Vegna guðfræðivinnu: 36

 

5.3 Fundir vegna kirkjustarfs og – stjórnar erlendis

 1. Átti fund með prof. Johannes Schilling og prof. Hartmut Rosenau í Kiel, vegna komu þeirra á vegum íslensku þjóðkirkjunnar og afmælishátíðar siðbótarinnar daganna 2. og 3. júlí.
 2. Átti fund með fulltrúa Landeskirchenamt der evangelisch-Lutherischen Kirche in Norddeutschland 8. júlí með Dr. Thomas Schaack um a. prestsembættið og vígsluna b. samviskufrelsi og athafnir. Þessir fundir voru haldnir að ósk biskups Íslands m.a. vegna þeirra mála innan íslensku þjóðkirkjunnar.
 3. Átti fund með prof. Harry Oelke í München m.a. vegna undirbúnings að Lúthersári 17. og 18. júli.
 4. Auk þessa kynnti ég þeim bók mína Trú von og þjóð – Sjálfmynd og staðleysur.

 

 

 1. Guðsþjónustur, helgistundir, prestsverk o.s.frv. á tímabilinu

(a) Guðsþjónustur: 38

(b) Helgistundir: 19

(c) Athafnir: Skírnir 3

(d) Ferming: 1

(e) Giftingar: 2

(f) Jarðarfarir: 1

(g) Sálusorgun hefur aukist.

 

 1. Annað

Héraðsprestur starfar í ritstjórn Kirkjuritsins og í ritstjórn Glímunnar, hann er formaður í Vísindasjóði presta, situr í Kenningarnefnd kirkjunnar, í nefnd um samstarf Kirkju og guðfræðideild HÍ, nefnd varðandi undirbúning Lúthersársins á vegum Kirkjunnar og í kirkjutónlistarráði. Var töluverð vinna bundin við þessi nefndarstörf, s.s. fyrirlestra og greinaskrif tengda þessu starfi.

 

Ykkar héraðsprestur

Dr.dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson