Sálmar fyrr og nú

Sálmar fyrr og nú

fræðslusamverur í Seljakirkju í febrúar kl. 13

boðið er upp á súpu og brauð kl. 12:30

 

 

Sálmar Lúthers – 12. febrúar

Dr. María Ágústsdóttir mun fjalla um sálma Lúthers  og  hvaða erindi þeir eiga í nýrri sálmabók sem gefin verður út á þessu ári.  Í ár er 500 ára afmælis siðbótarinnar minnst í kirkjunni og hvaða áhrif Lúther og þar með sálmar hans hafa haft á kirkju og kristni.

 

 

Trúmaðurinn Bob Dylan – 19. febrúar

Nóbelsverðlaunahafinn Bob Dylan orti mörg lög með trúarlegri skýrskotun sem nutu mikilla vinsælda.  Henning Emil Magnússon mun fjalla um Dylan á trúartímabilinu 1979-1981 og trúarhugmyndir hans.  Einnig mun Bylgja Dís Gunnarsdótti syngja lög eftir Corlioni við ljóð Dylans.

 

Áhrifasaga Saltarans – 26. febrúar

Dr. Gunnlaugur A. Jónsson mun fjalla um áhrifasögu Davíðssálmanna og varpa upp fjölbreyttum myndum þar sem sjá má áhrif frá kunnum sálmum Biblíunnar.  Í myndlist, ljóðum og kvikmyndum birtast oft tilvísanir í Biblíuna sem gaman er að taka eftir.

 

Njótum þess að fræðast í febrúar og eiga samfélag í kirkjunni                                  í hádeginu á sunnudögum!