Málþing á Siðbótardaginn: Lúthersk arfleifð í nútíma samfélagi

Mánudaginn 31.október n.k verður haldið málþing í safnaðarheimili Háteigskirkju kl.15.30 – 18.30 undir yfirskriftinni Lúthersk arfleifð í nútíma samfélagi.

Fjögur erindi verða flutt á málþinginu:

  • Egill Arnarson heimspekingur: Kreppa kennivalds í samtímanum.
  • Sólveig Anna Bóasdóttir prófessor í guðfræðilegri siðfræði við HÍ: “Köllun mannsins í syndugum heimi. Orðræða Lútherska heimssambandsins um loftslagsmál í aðdraganda Parísarráðstefnunnar (COP21) 2015”.
  • Haraldur Hreinsson guðfræðingur: Er nútíminn lútherskur? „Simul iustus et peccator“ og hversdagsmenningin.
  • Kristín Ástgeirsdóttirsagnfræðingur og framkvæmdastýra Jafnréttisstofu: „Marta, Marta, þú ert áhyggjufull og mæðist í mörgu.“ Konur, kvennabaráttan og siðbótin.

Þetta er fimmta málþingið sem Nefnd um fimm alda minningu siðbótarinnar stendur fyrir.

Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson stýrir umræðum.

Verið hjartanlega velkomin.

 

http://kirkjan.is/sidbotarafmaeli/2016/09/29/malthing-a-sidbotardaginn-luthersk-arfleifd-i-nutima-samfelagi-2/