NÁMSKEIÐ Í FRAMSÖGN OG TJÁNINGU

ELDRIBORGARARÁÐ REYKJAVÍKURPRÓFASTSDÆMA

BREIÐHOLTSKIRKJU V/ ÞANGBAKKA

109 REYKJAVÍK.

 

NÁMSKEIÐ Í FRAMSÖGN OG TJÁNINGU

LEIÐBEINANDI ER LEIKKONAN SOFFÍA JAKOBSDÓTTIR

Eldriborgararáð býður til námskeiðs í framsögn og tjáningu. Námskeiðið er ætlað fulltrúum í Eldriborgararáði, starfsmönnum kirknanna (vígðum sem óvígðum) og messuþjónum, ásamt öllum þeim sjálfboðaliðum sem starfa í kirkjum Reykjavíkurprófastsdæmanna. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Námskeiðið verður haldið í Digraneskirkju miðvikudaginn 19. október frá kl. 17:00 – 20:00

Dagskrá námskeiðsins er sem hér segir:

  1. Þátttakendur boðnir velkomnir.
  2. Fyrirlestur um framsögn og tjáningu.
  3. Verkleg kennsla í formi upplesturs og æfinga.
  4. Stutt helgistund í kirkju þar sem þátttakendur námskeiðsins spreyta sig á upplestri.
  5. Léttur kvöldverður í boði ER. NAUÐSYNLEGT ER AÐ SKRÁ SIG TIL ÞÁTTTÖKU Á eldriborgararad@kirkjan.is EÐA Í SÍMUM 567-4810 / 666-9891. SKRÁNINGU LÝKUR MÁNUDAGINN 17. OKTÓBER.

 

Soffía Jakobsdóttir er menntuð leikkona og hefur áratuga reynslu í kennslu framsagnar og tjáningar. Í námskeiðslok ættum við að vera hæfari til að tjá okkur, hvort sem það er í formi predikunar úr predikunarstól eða að tjá okkur á litlum fundum.

Vinsamlega láttu sjálfboðaliðana í þinni kirkju vita af fundinum.

Hlökkum til að sjá ykkur,

F.h. stórnar ER

Þórey Dögg Jónsdóttir.