Auka héraðsfundur, 8. október 2015 kl: 17:30

Megin umfjöllunarefni þessa fundar eru:

Lokaafgreiðsla fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.
Umræður um mál kirkjuþings 2015.
Sóknargjaldamálin.
Svæðasamstarfið.
Önnur mál.

Boðið verður upp á léttan kvöldverð.

Á héraðsfundi eiga að mæta:
a) þjónandi prestar í prófastsdæminu
b) tveir sóknarnefndarmenn, formaður og safnaðarfulltrúi, ef hann er til staðar, eða varamenn þeirra
c) djáknar, starfandi í prófastsdæminu
d) kirkjuþingsmenn prófastsdæmisins
e) fulltrúar prófastsdæmisins á leikmannastefnu.

Í starfsreglum um héraðsfundi segir svo:
Starfsmönnum sókna og prófastsdæmis svo og öllum áhugamönnum innan þjóðkirkjunnar um kirkjuleg málefni er heimilt að mæta á héraðsfundi með málfrelsi og tillögurétt. Vil ég því biðja þig að vekja athygli á fundinum í söfnuði þínum og hvetja fólk til þátttöku. Á héraðsfundi hafa atkvæðisrétt, tveir fulltrúar frá hverri sókn, sbr. b-lið hér að ofan, og starfandi prestar og djáknar.