Að skoða hið augljósa? Guðfræði helgihaldsins.

sigurjonfs

 

Fyrirlestraröð í Breiðholtskirkju fimmtudagskvöld kl. 20 – 22. Fyrsta skiptið er 15. janúar og síðasta 19.mars. Þér er boðið að fræðast um inntak og merkingu helgihalds íslensku þjóðkirkjunnar. Dr. dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur fjallar um guðfræðina og megin hugsunina að baki helgihaldinu.

Farið verður í nokkrar lykilspurningar, eins og af hverju signum við okkur, hvernig byrjaði sú hefð? Hvers vegna er upphafsbæn og blessun? Og hvað merkir það eiginlega það sem er sagt í messuliðunum og hvaða tilgangi þjóna þeir? Hvaða máli skiptir vígslan? Hvernig tengist messan ritningunni? Hvernig tengjast sálmarnir og predikunin ritningunni? Fjallað verður um nokkra biblíutexta sem tengjast helgihaldinu og þeir útskýrðir og ræddir. Einnig verða til umfjöllunar nokkrir helstu guðspjallstextar kirkjuársins.

Hér er á ferðinni spennandi námskeið þar sem leitast er við að svara spurningum þeirra sem vilja vita meira.

Um kennarann: Dr. dr. Sigurjón Árni er einn fremsti fræðimaður íslendinga í guðfræði. Hann starfar sem héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og leiðir þar predikunnarsamfélag presta. Hann hefur kennt guðfræði bæði við Háskóla Íslands og einnig við Háskólann í Kiel í Þýskalandi. Sigurjón hefur einnig gefið út fjölda bóka um guðfræði og er án vafa afkastamesti guðfræðihöfundur landsins. Nýlega kom út eftir Sigurjón Árna bókin Trú, von og þjóð/ Sjálfsmynd og staðleysur og verður efni hennar kynnt á fyrirlestraröðinni.

Á námskeiðinu verður boðið upp á fyrirlestur og síðan verða umræður um efnið yfir kaffibolla þar sem þátttakendur eru hvattir til að leggja til umræðunnar.