Auglýsing um starf.

Auglýsing:

Héraðsnefndir Reykjavíkurprófastsdæma eystra og vestra auglýsa laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra Æskulýðssambands prófastsdæmanna, ÆSKR.

Markmið ÆSKR er að vinna að því að efla og styðja æskulýðsfélög og annað æskulýðsstarf í söfnuðum Reykjavíkurprófastsdæmanna og styðja starf þeirra eftir því sem á þarf að halda og hafa umsjón með ýmsum samstarfsverkefnum þeirra. Framkvæmdastjóri sér um fjárhags-áætlunargerð, dagskrárgerð og fræðslu. Ennfremur er hann ráðgefnadi fyrir sóknarnefndir um ráðningu leiðtoga í æskulýðsstarfi og önnur æskulýðsmál. Þá hefur hann umsjón með þjálfun leiðtoga í æskulýðs-starfi og er þeim innan handar í störfum þeirra.

 

Starf framkvæmdastjóra fellur undir stjórnsýslu prófasta. Framkvæmdastjóri skipuleggur starf ÆSKR í samstarfi við stjórn þess og á náin samskipti við aðra aðila, sem starfa að æskulýðs-málum. Sömuleiðis kemur hann að ýmsum samstarfsverkefnum í æskulýðmálum á landsvísu.

 

Leitað er eftir einstaklingi með góða skipulagshæfileika og hæfileika til mannlegra samskipta. Viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt og hafa reynslu af því að vinna með sjálfboðaliðum. Þá er góð þekking á æskulýðsstarfi kirkjunnar áskilin og sömuleiðis reynsla af kirkjulegu starfi og þá sérstaklega af starfi með unglingum og ungu fólki. Leitað er eftir einstaklingi með djáknamenntun eða aðra hliðstæða menntun.

Launakjör verða skv. samkomulagi, en taka mið af kjarasamningi VR.

Miðað er við að nýr framkvæmdastjóri geti hafið störf 1. janúar 2015

 

Umsóknum skal skilað á skrifstofu Reykjavíkurprófastsdæmis vestra í Hallgrímskirkju fyrir 18. nóvember n.k.

 

Nánari upplýsingar um starfið veita prófastar Reykjavíkurprófastsdæmanna og núverandi framkvæmdastjóri Dagný Halla Tómasdóttir.