Prédikunarklúbburinn

Á morgun hefst predikunarklúbbur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra í Hjallakirkju.  Samveran hefst kl. 9.15 og eftir erindi héraðsprests eru umræður um texta komandi sunnudags.  Í vetur verður auk ritskýringar lögð áhersla á guðfræði guðsþjónustunnar.  Boðið verður upp á nýmalað kaffi frá Kaffitár.