MIKILVÆG TILKYNNING FRÁ UNDIRBÚNINGSHÓPI: Tilkynning um bænastund við Útvarpshúsið Við erum ekki aðgerðasinnar eða mótmælendur. Við erum kristið fólk sem viljum eiga samleið í bæn. Bænin opnar fyrir það fegursta í hjarta okkar og huga. Í þeim anda viljum við hittast á grasbalanum í rjóðrinu norðanvert við Útvarpshúsið í Efstaleitinu á föstudagsmorguninn 22.ágúst kl. 7:30. Bænin okkar verður þakkar- og fyrirbæn fyrir útvarpi allra landsmanna og menningu þjóðarinnar. Við erum mörg sem viljum eiga þessa helgu stund á föstudagsmorgninum en við eigum ólíka bænahefð, sem endurspeglar fjölbreytileikann í kristinni kirkju. Til þess að við getum skapað samstöðu leggur undirbúningshópurinn til að við setjum stundina upp í anda þeirra helgu stunda sem útvarpað er á Rás 1. Við setjum hér fyrir neðan uppbygginguna á stundinni. Textum verður dreift á staðnum svo allir geti tekið virkan þátt. Okkur vantar líka tónlistarmenn til að spila undir sönginn í lokin. Þau sem hafa þá náðargáfu mega senda skilaboð á facebook til Jónu Hrannar Bolladóttur. Við biðjum fólk að senda þennan texta á heimasíður og tengslanet safnaðanna og kalla þannig fólk til bæna. Bæna- og þakkargjörðin hefst þegar tvö rauðlituð hjörtu svífa upp til himins og þá hefst lestur á ritningarorðinu og svo koll af kolli: 1. Davíðssálmur 23 2. Faðir vor 3. Blessunarorðin 4. Þögn í morgunkyrrðinni þar sem hver fer með sína bæn í hljóði 5. Allir syngja „Í bljúgri bæn“ 6. Útvarpsstjóra afhent bænabók og kort í þakklætisskyni og jafnframt fylgir hvatning til að færa morgunbænina aftar á dagskránni, leyfa kvöldorðum að standa og þagga ekki bænamálið í almannarýminu.