Kristindómurinn og samtíminn. Biblíulestrar í Breiðholtskirkju Haust 2013.

Kristindómurinn og samtíminn
Biblíulestrar í Breiðholtskirkju Haust 2013

Á námskeiðinu verður lesið ritið Kristindómurinn eftir þýska guðfræðingin Adolf von Harnack, þar vill hann svara spurningunni: Hvað er kristindómur? Þeirri spurningu er leitast Harnack við að svara með að skoða söguna og þá lífsreynslu er hún má veita. Samhliða verða lesnir nokkrir textar úr Matteusar–, Markúsar–, Lúkasar– og Jóhannesarguðspjalli. Áherslan hvílir á 1–2 kjarnastöðum úr hverju þeirra sem verða ritskýrðir og skoðað verður áhrif þeirra hugmynda á gildismótun fólks í gegnum tíðina.

Umsjón: Dr.dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur.

Tími: 19. sept., —21. nóv., kl. 20.00-22.00, fimmtudagar, 10 skipti.

Staðsetning: Breiðholtskirkja

Skráning hjá: Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, sími: 567-4810 eða profaust@centrum.is. Og Biskupsstofu sími 528400 eða kristin.arnardottir@kirkjan.is