Þórey Dögg Jónsdóttir ráðin framkvæmdastjóri Ellimálaráðs Reykjavíkurprófastsdæma

Héraðsnefndir Reykjavíkurprófastsdæmis eystra og vestra hafa lokið við að fara yfir umsóknir um starf framkvæmdastjóra Ellimálaráðs prófastsdæmanna. Ellefu umsóknir bárust. Varð það niðurstaða nefndanna, að ráða Þóreyju Dögg Jónsdóttur, djákna, til starfsins frá og með 1. september n.k.