Leikmannaskólinn

Komið þið sæl.
Þriðjudagskvöldið 9. apríl nk. er boðið til námskeiðs fyrir kirkjuverði, sóknarnefndarfólk, messuþjóna og sjálfboðaliða í kirkjustarfi. Námskeiðið er byggt á bókinni ,Þjónar í húsi Guðs´ sem Kjalarnesprófastsdæmi gaf út árið 2004. Annar ritstjóri bókarinnar, sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir héraðsprestur, verður leiðbeinandi á námskeiðinu.

Námskeiðið er haldið í Strandbergi í Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði og hefst kl. 18. Boðið er upp á súpu. Námskeiðslok eru kl. 21. Ekkert gjald er tekið fyrir þátttökuna en fólk er beðið um að skrá sig hjá Kristínu Arnardóttur í síma 528 4000, netfang kristin.arnardottir@kirkjan.is.

Það er Starfs- og leikmannaskóli þjóðkirkjunnar í samvinnu við Kjalarnesprófastsdæmi sem stendur að þessu námskeiði sem er opið fólki af öllu höfuðborgarsvæðinu og landinu öllu ef því er að skipta.

Nánari upplýsingar verða sendar út þegar nær dregur.

Bestu kveðjur,
María Ágústsdóttir
verkefnisstjóri á Biskupsstofu

Kirkjuvarðanámskeið
• Umsjón: Kristín Þórunn Tómasdóttir
• Hvar: Í Hafnarfjarðarkirkju (Strandbergi)
• Hvenær: Þriðjudag 9. apríl kl. 18-21
• Byggt á bókinni Þjónar í húsi Guðs (2004)