Tónlistarmessa í Hjallakirkju

Í tónlistarmessunni kl. 11 þann 17. febrúar minnumst við þeirra Jóns Þórarinssonar og Róberts Abraham Ottóssonar.

Flutt verður messa eftir Jón Þórarinsson ásamt þætti úr verkinu Te Deum.
Allir sálmr eru í útsetningum eftir Róbert Abraham ýmist fyrir safnaðarsöng eða kórsöng.
Séra Sigfús Kristjánsson þjónar. Fullskipaður Kór Hjallakirkju syngur. Trompetleikarar eru Steinar M. Kristinsson og Óðinn Melsteð. Við orgelið verða þeir Jón Ólafur Sigurðsson og Douglas A. Brotchie.