Leikmannaskólinn.

Komið þið sæl.
Ég vek athygli á merkilegum fræðslukvöldum sem eru að hefjast í Glerárkirkju á Akureyri. Ef þið eigið leið um höfuðstað Norðurlands mæli ég með þátttöku í þessum kvöldum. Þau hefjast núna 6. febrúar.
Sjá www.glerarkirkja.is.

Ég vil líka minna á Lifandi steina – námskeið um helgihald og hversdagslíf – sem er sérstaklega gott námskeið fyrir messuþjóna og annað áhugafólk um kristna trú og líf. Það verður haldið á þriðjudagskvöldum í kórkjallara Hallgrímskirkju (gengið inn að austan) og hefst á morgun, 5. febrúar, kl. 20. Skráning hjá kristin.arnardottir@kirkjan.is.

Bestu kveðjur,
María Ágústsdóttir
verkefnisstjóri, Biskupsstofu

Nánar um Glerárkirkjunámskeiðið:

http://www.glerarkirkja.is/is/kirkjan/news/bidjandi-bodandi-thjonandi-kirkja-fraedslukvold

Einkunnarorð kirkjunnar leggja áherslu á þá meginþætti kirkjulegs starfs að tilbiðja Guð, boða trú á hann og þjóna náunganum í kærleika. Á fræðslukvöldum í Glerárkirkju á miðvikudögum kl. 20:00 í febrúar og mars 2013 er ætlunin að skoða þessa þrjá þætti nánar. Til þess verkefnis fáum við fyrirlesara í heimsókn og vonumst til að sjá sem flesta þátttakendur. Sem fyrr verða kvöldin öllum opin, þátttaka ókeypis og kaffiveitingar í hléi gegn frjálsum framlögum í kaffisjóð. Umsjón með kvöldunum hefur Pétur Björgvin Þorsteinsson djákni í Glerárkirkju og veitir hann nánari upplýsingar í síma 864 8451.