Leikmannaskólinn

Grunngildi kristindómsins og guðspjöllin
Á námskeiðinu verður lesið í guðspjöllum Matteusar, Markúsar, Lúkasar og Jóhannesar. Áherslan hvílir á 1–2 kjarnastöðum úr hverju þeirra, en þeir verða ritskýrðir sérstaklega. Einnig verður skoðað hvernig þær hugmyndir sem þar koma fram hafa haft áhrif á samfélagshugmyndir manna. Samhliða verður lesið ritið Kristindómurinn eftir Adolf von Harnack.
• Umsjón: Dr.dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur.
Hvenær: 17. janúar—21. mars, kl. 20.00-22.00, fimmtudagar 10 skipti.
Hvar: Breiðholtskirkja
Skráning er eins og ávallt á netfangið kristin.arnardottir@kirkjan.is