Pönkbæn Pussy Riot

Kvennahljómsveitin Pussy Riot vakti heimsathygli þegar hún laumaði sér inn í kirkju í Moskvuborg. Þar flutti sveitin flutti frumsamda pönkbæn til Maríu guðsmóður og gegn Pútín Rússlandsforseta. Þrjár kvennanna voru ákærðar í vor og dæmdar síðsumars fyrir að hafa ráðist inn í kirkjuna. Vöktu réttarhöldin heimsathygli og afhenti Yoko Ono þeim m.a. sérstök verðlaun í Viðey 9. október síðastliðinn. Gjörningur Pussy Riot, staðsetningin, bænin, boðskapurinn á sér stað einhvers staðar á mörkum pólitíkur, kvenfrelsis og guðfræði sem áhugavert er að skoða í samhengi kristinnar trúar. Hvers konar trúartákn notar Pussy Riot í boðsskap sínum? Getur verið réttlætanlegt að mótmæla í kirkju? Við hvaða aðstæður getur mörkum tjáningarfrelsis og réttinum til trúariðkunar lostið saman og hvernig er hægt að vinna með slíkar glímur innan mannréttindaorðræðunnar? Hvernig tengjast pólitík og hinn kristni trúarboðskapur? Dr. Sigríður Guðmarsdóttir hefur þýtt pönkbæn Pussy Riot yfir á íslensku. !
Hún fjallar um gjörninginn, guðfræðina og réttarhöldin í fróðlegu erindi á vegum Leikmannaskóla þjóðkirkjunnar í Seljakirkju 17. október kl. 18-20. Reykjavíkurprófastdæmi eystra býður upp á súpu og brauð.