Árbæjarkirkja

Hvítasunnudagur 27. maí 2012

Hátíðarguðsþjónusta kl. 11.00. sr. Jón Helgi Þórarinsson þjónar og prédikar. Kirkjukórinn leiðir hátíðarsöng undir stjórn Kristine K. Szklenár. Messuþjónar lesa ritningar dagsins. Kirkjukaffi á eftir.

Hvítasunnudagur er hátíð í kirkjuári kristinnar kirkju. Hann er 49. dagurinn eftir páskadag og tíundi dagurinn eftir uppstigningardag. Hvítasunnan er hátíð heilags anda.

Hvítasunnan er einnig fæðingarhátíð heilagrar kirkju. Hinn fyrsta hvítasunnudag gengu þrjú þúsund sálir til liðs við postulana og förunauta þeirra. Sá hópur efndi til stofnfundar kirkjunnar.