Árbæjarkirkja

Heimsókn á bóndabæ
Sunnudaginn 20. maí ætlum við í Árbæjarkirkju að fara í sveitaferð. Ferðinni er heitið í Bjarteyjarsand í Hvalfirði. Á Bjarteyjarsandi er rekið stórt sauðfjárbú auk þess sem hestar, hundar, kanínur og hænur bæjarins fara ekki fram hjá neinum.
Grillaðar verða pylsur og Hernámssetrið að Hlöðum skoðað. Lagt verður að stað frá Árbæjarkirkju kl. 10:30 og kostnaði við ferðina er stillt í hóf en ókeypis er fyrir börn 13 ára og yngri en fullorðnir greiða 1.000.kr.
Skráning og nánari upplýsingar fer fram á netfanginu ingunn@arbaejarkirkja.is eða í síma 587-2405