Myndlist og táknheimur trúarinnar

Biblíulestrar í Breiðholtskirkju haustið 2022 

24.09 – 24.11

Birtingarmynd táknheims kristninnar og myndlist verður megin viðfangsefni biblíulestra á haustmisseri. Málverkum má vel líkja við texta sem fólk þarf jafnt að geta lesið og túlkað. Í biblíulestrunum mun Dr. dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur skoða sérstaklega íslenska abstraktlist. Það verður leitast við að ljúka upp táknheimi þeirra í tengslum við skírskotanir sem finna má í þeim til ritningar, tíðaranda og viðkomandi samtíðar. 

Í biblíulestrunum mun auk þess Dr. Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðingur fjalla í fyrirlestri um trúarstef í bókmenntum og Stefán Karlsson um álíta mál í samtímanum í samhengi við þýðingar sem hann vinnur að.   

Hér er á ferðinni spennandi námskeið þar sem leitast er við að svara spurningum þeirra sem vilja vita meira. 

Á námskeiðinu verður boðið upp á fyrirlestur og síðan verða umræður um efnið yfir kaffibolla þar sem þátttakendur eru hvattir til að leggja til umræðunnar. 

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Fyrirlestrarnir eru í Breiðholtskirkju á fimmtudagskvöldum klukkan 20–22. Alls er um 10 skipti að ræða, frá 22 september  til 24. nóvember.