Haustguðsþjónusta Eldriborgararáðs

Fimmtudaginn 27. október kl. 14 verður haustguðsþjónusta Eldriborgararáðs í Seljakirkju. Sr. Bryndís Malla Elídóttir prófastur prédikar, Sveinn Arnar Sæmundsson leikur á orgel og Gamlir fóstbræður syngja. Fagnað verður 40 ára afmæli Eldriborgararáðs með veglegu afmæliskaffi þar sem Anna Sigga mun flytja nokkur lauflétt lög. Verið öll hjartanlega velkomin.