Kirkjan fagnar fjölbreytileikanum

Regboginn er sáttmáli kærleikans sem hafnar hvers konar fordómum, hatri og lítilsvirðingu. Regnboginn minnir á þann fjölbreytileika sem einkennir samfélag kærleikans. Grafarvogskirkja tekur skýra afstöðu með hinsegin samfélaginu og öðrum sem mætt hafa fordómum. Regnbogi á kirkjutröppunum, transfáninn og tvær aðrar rendur sem minna á að húðlitur er margskonar, minnir á fegurðina í fjölbreytileikanum. „Elskum hvert annað því að kærleikurinn er frá Guði kominn“ I. Jóh. 4:7