Góðir gestir í Árbæjarkirkju

Árbæjarkirkja tók í sumar á móti hópi ungmenna frá Ungverjalandi en eitt af markmiðum æskulýðsstarfs Árbæjarkirkju er að byggja brýr milli ungmenna frá ólíkum löndum. Heimsóknin tókst í alla staði vel og mikil ánægja var meðal þátttakenda. Þessi skemmtilega mynd rataði á forsíðu Fréttablaðsins sem lýsir vel þeirri gleði sem myndaðist í hópnum. Síðar í sumar munu unglingar úr saKúl æskulýðsfélagi Árbæjakirkju heimsækja vini sína í Ungverjalandi. Verkefnið er styrkt af Erasmus+ en lesa má nánar um heimsóknina á https://kirkjan.is/frettir/frett/2022/06/28/Byggja-bryr-milli-ungmenna/