Kosningar til kirkjuþings

12.-17. maí verður kosið til kirkjuþings. Kjörtímabil þingsins er fjögur ár og prófastsdæmið á þrjá fulltrúa úr hópi leikmanna. Allir aðal og varamenn í sóknarnefndum eru á kjörskrá auk allt að 15 kjörfulltrúum til viðbótar. Í kjördeild vígðra eru fulltrúar úr Reykjavíkurprófastsdæmum eystra og vestra auk Kjalarnesprófastsdæmi og eru kosnir sex vígðir fulltrúar úr þeim hópi. Mikilvægt er að nýta kosningarrétt sinn og finna má upplýsingar um þau sem eru í framboði á https://kirkjan.is/kirkjan/kirkjuthing/frambjodendur/.