Lífsýn og kristin trú

 

Lífsýn og kristin trú – Námskeið fyrir þig!

Hvar: Breiðholtskirkja (við Mjóddina)

Tími: Hefst 5. September (kennt alla miðvikudaga í september kl.19.30 -21.30.

Kennarar: Cand. theol. Guðrún Karls Helgudóttir dr.min. , Magnea Sverrisdóttir kennari og djákni, cand.theol. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir og cand.theol. Arna Grétarsdóttir.

 

Hefur þú spurningar varðandi trú? Langar þig að vita meira? Má bjóða þér að vera með í góðum félagsskap?

Þér stendur til boða að taka þátt í einstöku og lífsbreytandi námskeiði þar sem fjallað verður um trú á opinskáan hátt. Fyrirlesarar koma úr ýmsum áttum og góðum tíma verður varið í umræður, spurningar og svör.

Við munum ræða spurningar eins og „Hver er tilgangurinn með þessu öllu saman? Er einhver ástæða til þess að notast við bæn eða biblíuna? Var Jesús til og hvaða máli skiptir hann? Hvernig get ég fengið meiri kraft og gleði í hversdagslegu lífi?“

Nærandi og fróðlegt námskeið.

 

Skráningu skal senda til: runa@biskup.is og selma@biskup.is

 

 

Verð: 12.900.-*

 

 

  1. september:

Hvað er Guð? – guðsmyndir.: Guðrún Karls Helgudóttir

Hver er tilgangur lífsins? Af hverju að trúa? : Magnea Sverrisdóttir

 

  1. september:

Lífið og dauðinn. Hvað tekur við eftir dauðann?: Guðrún Karls Helgudóttir

Hverjir eru leyndardómar kristninnar?: Arna Grétarsdóttir

 

  1. september:

Skiptir Jesú máli? : Magnea Sverrisdóttir

Metsölubókin biblían. : Petrína Mjöll Jóhannesdóttir

 

  1. september:

Bæn. Af hverju biðja? : Petrína Mjöll Jóhannesdóttir

Lífsýn; kraftur og gleði inn í hversdaginn. : Arna Grétarsdóttir