Héraðsfundur – Skýrsla prests innflytjenda

Stutt skýrsla um starfsemi prests innflytjenda

á árinu 2017 og 2018 (jan.-mar.), sem varðar starfsemi um flóttafólk


1) Bænasamkoma á ensku ,,Seekers“ í Laugarneskirkju

Hjalti Jón Sverrisson (guðfræðinemi) veitir aðstoð við tækifærið. Í samvinnu við séra Evu Björk Valdimarsdóttur, héraðsprest Reykjavíkurprófastsdæmis vestra. frá og með 21. nóvember.

Samkoma er haldin kl.17 á þriðjudögum og var haldin 49 sinnum á árinu 2017 og 12 sinnum í fyrstu þremur mánuðum ársins 2018. Hefur aldei gerst hingað til að ,,enginn mætti“.

Meðaltal fjöldi þátttakenda var 11,6 manns gegnum tímabilið. en 13,6 Hæsti fjöldi var 18 manns(tvísvar) og lægasti 5.
Þátttakendur eru frá eins og t.d. Rétttrúnaðarkirkju, pentekost, ýmislegum mótmælandi kirkjum eða öðruvísi bakgrunn en kristni.

Séra Eva Björk Valdimarsdóttir tók þátt í Seekers formlega frá lok nóvember. Hún á að sjá um fræðslu um kristni fyrir fólk sem var skírt en vantar meiri fræðslu.

Samkoma fékk styrki upphæðar 80þ.kr frá Reykjavíkurprófastsdæmi vestra á árinu 2017. Þakkir.

 

2) Bænasamkoma á ensku ,,Hjalla-Seekers“ í Hjallakirkju/,,Breiðholts-Seekers“ í Breiðholtskirkju

Samkoma var haldin kl. 14 á sunnudögum en ekki á hverjum sunnudegi.
Enska messa er haldin á samatíma á 2. eða 3. sunnudag hvers mánaðar í Breiðholtskirkju og einnig í Hallgrímskirkju á síðasta sunnudag hvers mánaðar. Þegar það er ensk messa, þá bænastund er ekki haldin í Hjallakirkju, heldur fer fólkið á enska messu ásamt presti innflytjenda.

Frá og með 8. október flutti samkoma í Breiðholtskirkju. Þetta var vegna óska þátttakenda, en staðsetning Breiðholtskirkju hentaði þeim betur, þar sem þeir voru aðallega strætó-notendur.

 

Samkoman haldin samtals 28 sinnum á árinu 2017 og 6 sinnum í fyrstu þremur mánuðum á árinu 2018. Meðaltal þátttakenda var 19,0 gegnum tímabilið. Hæsti fjöldi þátttakenda var 37. Lægasti var 7.

Sameiginleg messa Seekers og Hjallasöfnaðar var haldin á Hvítsunnudaginn (4. júni) og 44 manns mættu (21 frá Seekers).

3) Bænasamkoma á ensku ,,Keflavíkur-Seekers“ í Keflavíkurkirkju

Samkoman hófst frá og með 11. október í samvinnu við séra Erlu Guðmundsdóttur, sóknaprest og séra Fritz Mar Jörgensson, prest.
Samkoman er haldin kl. 13 á miðvikudögum og var haldin samtals 14 sinnum frá október til 7. mars 2018 og meðaltal þátttakenda var 4,7.

Samkoma var í fríi eftir 8. mars. Það er ekki auðvelt að ná í flóttafólk í hverfinu og þarf að finna betri leið til að kynnast við það og þarf að undirbúa betur.

4) Messa á ensku í Breiðholtskirkju og viðtalstími

Messan er á annan sunnudag mánaðar eða þriðja sunnudag kl.14. Hún er haldin í Breiðholtskirkju en ekki hluti af safnaðarstarfi Breiðholtskirkju. Organistinn er Örn Magnússon, organisti Breiðholtskirkju.

Messan var haldin 10 sinnum á árinu 2017 og  tvísvar í fyrstu þremur mánuðum ársins 2018. Meðaltal fjölda þátttakenda var 30,5. Hæsti fjöldi var um 45. Væri gott að benda á að í þessari messu eru aðeins tveir menn mæta sem skylda (prestur og organisti) og það eru enginn kór, kirkjuvörður eða fermingarbörn. Þannig er fjöldi þátttakenda um 30 alls ekki lítill.

Flestir þátttekendanna eru sama fólk sem mætir í bænastundum Laugarneskirkju eða Hjallakirkju, en nokkrir Íslendingar sækja messu reglulega.

Verkefnið þiggir 450þ.kr úr kristnisjóði fyrir árið 2017 og einnig sama upphæð fyrir árið 2018, 17,5þ.kr úr héraðssjóði Reykjavíkurprófastdæmis eystra fyrir árið 2017 og 250þ.kr fyrir árið 2018. Kærar þakkir.

Einnig er viðtalstími við flóttafólk í húsnæði Breiðholtskirkju milli kl. 13- 16 á fimmtudögum.

 

4) Skírnar flóttafólk

 

Á árinu 2017 voru samtals 12 manns skírð (11 fullorðnir og eitt barn) og 3 manns í janúar 2018. Skírnirnar fóru fram í skírnarsamkomu, Seekers-bænastund eða venjulegri sunnudagsmessu í Hjallakirkju og í Breiðholtskirkju.

Skírnarfræðsla er haldin 6 sinnum fyrir sérhvern mann sem óskar eftir skírn.

Skírnirnar voru í mörgum tilfellum ,,conversion” og væri þörf til staðar að búa til gott fræðsluefni og fræðsluáætlun fyrir slíka ,,conversion”.
Einnig er nauðsynlegt að skipuleggja áframhaldandi fræðslu eftir skírn.

 

5) Fjöldi félaga á listanum

Þeir sem mættu í bænastund nokkrum sinnum og sýndu áhuga á kristni eru skráðir á lista hjá presti innflytjenda. Á listanum eru nú um 100 manns skráðir.

Á árinu 2017 voru samtal 7 félagar Seekers fengu dvalarleyfi.

Þvert á móti 10 félagar fengu synjun um hælisumsókn sína og voru vísaðir út úr landi. Nöfn þeirra eru samt geymd á listanum til þess að muna þá og minnast í bænum okkar.

6) Nýleg þróun starfsemi í Breiðholtskirkju

Í október 2017, færði prestur innflytjenda sunnudagsbænasamkomu, sem hafði verið haldin í Hjallakirkju síðan september 2015, í Breiðholtskirkju. Þannig er helgihald á ensku til á hverjum sunnudegi nú í Breiðholtskirkju nema á síðasta sunnudegi hvers mánaðar.

Með þessari breytingu sameinuðust enska messa og bænasamkoma í samfellt helgihald í Breiðholtskirkju og þátttekendurnir eru að móta ,,söfnuð” fyrir sig. Prestur innflytjenda hefur ekki verið með jákvætt álit hingað til að innflytjendur móta aðskilinn söfnuð sinn frá Íslendingum.

En litað er á samkomu í dag í Breiðholtskirkju, þá veitir flóttafólk sem var búið að fá dvalarleyfi aðstoð við nýkomið flóttafólk, og fólk sem kan ensku aðstoðar fólk sem kan ekki ensku með því að túlka fyrir það, og þannig hjálpast fólkið að. Og prestur innflytjenda breyti skoðun sínum um innflytjendasöfnuð í jákvæða átt, þó að samt telji hann að þörfin sé til staðar að fylgjast vel svo að þessi ,,söfnuður” verði ekki aðskilinn hópur frá íslenskum söfnuðum.
Með tillit til ofangreinds atriðis, lýstu prestur innflytjenda og Breiðholtssókn yfir samstarfsvilja formlega í apríl 2018 og þau stefna því að styrkja innflytjenda/flóttafólks ,,söfnuð“ og sjá hann sem hluta af Breiðholtssafnaðarins. Og um leið stefna þau einnig því að nálgast innflytjendur í Breiðholtshverfi á virkari hátt en hingað til.
Samkvæmt samstarfsviljayfirlýsingu ofangreindri, á prestur innflytjenda að hafa aðsetur í Breiðholtskirkju við fyrsta tækifærið.

(28. maí 2018,   Toshiki Toma, prestur innflytjenda)