Héraðsfundur – Skýrsla héraðsprests

Sigurjón Árni Eyjólfsson

 

Skýrsla héraðsprests  í Reykjavíkurprófastsdæmi–ey 2018

 

 

Á síðasta starfsári þ.e. frá maí 2017 til 30. maí 2018, var starfssvið héraðsprests  eftirfarandi:

 

 1. Guðsþjónustu-, helgihald og tónlistarflutningur

(a) Héraðsprestur hefur eins og undanfarin ár verið með fastar messuafleysingar fyrir presta prófastsdæmisins. Sérstökum tilefnum innan safnaðanna t.d. upphaf barnastarfs, fyrsti sunnudagur í aðventu, fermingar o.s.frv., er haldið fyrir utan fasts skipulags.

(b) Almennar guðsþjónustur og bænastundir héraðsprests voru í kirkjum prófastdæmisins, Seljahlíð, Áskirkju, Bústaðarkirkju, Seltjarnarneskirkju, Kristniboðsfélagi karla, KFUM og í kapellu HÍ.

(c) Nýr liður í starfi héraðsprests er að predika, halda hugvekju eða fyrirlestur og leika á saxófón í guðsþjónustum, bæna- og/eða samverustundum og samverum eldri borgara. Auk þessa við atburði  á vegum PÍ og árshátíð prófastsdæmisins alls var það 17 sinnum (sjá lið 4.1).

(d) Jassmessur eru fastur liður í starfinu. Krefjast þær mikils undirbúnings bæði varðandi uppbyggingu guðsþjónustunnar, val á efni og æfingar. Undanfarin ár hefur héraðsprestur séð um 59 slíkar. Á árinu voru haldnar 12 jassmessur og eða helgistundir og auk þess spilaði hann og hélt hugvekjur í 12 bæna- og samverustundum. Þetta er nýjung sem vel er tekið.

Samtals voru þetta alls á tímabilinu 31 guðsþjónustur og 16 helgistundir, þessi fjöldi guðþjónusta skýrist að nokkru að fækkun embætta innan prófastdæmisins yfir skemmri eða lengri tíma.

 

 1. Predikunarundirbúningur

(a) Prédikunarundirbúningur er haldinn í Breiðholtskirkju á þriðjudagsmorgnum frá kl. 9.15-10.30. Héraðsprestur sér um undirbúning og er með innlegg varðandi texta næsta sunnudags. Í því er skýrt frá helstu niðurstöðum og áhersluþáttum sem eru að finna í skýringaritum og prédikunarundirbúningsritum. Fyrirlesturinn tekur u.þ.b.  30-40 mínútur.

(b) Umræður spinnast jafnan út frá textanum og eru vandamál heimfærslu hans rædd. Auk þess hafa prestar farið þess á leit við héraðsprest að gera guðfræðilega úttekt á álitamálum. Þessi þáttur í starfinu er mjög nauðsynlegur þar sem menn geta borið saman bækur sínar og fjallað um ýmis mál. Fyrir hópinn hélt erindi og var með innlegg Sr. Kristján Búason dósent emiritus í Nýja testamentisfræðum, en hann hefur tekið þátt í starfi hópsins í vetur. Haldið var Predikunarsemínar í Skálholti 7. – 8. maí. Þar flutti Dr. dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson fyrirlestrana: „Staða rannsókna og aðferðafræði í kennslufræði kirkjubygginga“, „Altarið í sögu og samtíð“, „Kirkjan sem ímynd hinna himnesku Jerúsalem“, „Kirkjubekkir og predikunarstóll“ og „Guðfræðileg merking lita“.

(c) Aðsókn að predikunarklúbbnum er jöfn og góð. Alla jafnan koma á milli  4 til 10 prestar. Alls voru haldnir 37 slíkir fundir á tímabilinu.

 

 1. Fræðslustarfið

3.1 Biblíulestrar / Fyrirlestrahald 2017-2018

(a) Í Breiðholtskirkju voru haldnar tvær fyrirlestraraðir eða biblíulestrar á vegum prófastsdæmisins. Þeir eru hugsaðir fyrir allt prófastsdæmið, þó að þeir séu bundnir við eina kirkju. Fólk allstaðar að úr prófastsdæminu hefur sótt biblíulestrana. Vegna samvinnunnar við Leikmannskóla þjóðkirkjunnar kemur fólk einnig úr öðrum prófastsdæmum. Biblíulestraraðir voru tvær, tíu skipti hver fyrir sig alls 20 skipti og var ein fyrir áramót (sept. – nóv.) og önnur eftir áramót (jan. – apríl).

Fyrsta röðin (haust) 2017 nefndist „Aumasti hégómi segir predikarinn, allt er hégómi“ (Pred 1.2) Fjallað var um þetta þekkta rit Ritningarinnar, Predikarinn og í tilefni 500 ára afmælis siðbótarinnar árið 2017 var Guðfræði Marteins Lúthers og útlegging hans á predikaranum í brennidepli. Ásamt áherslum Lúthers verður fjallað um nýjustu rannsóknir og áherslur í ritskýringu ritsins.

Seinni röðin (vor) 2018 Námskeið Hvaða táknheimur birtist okkur í kirkjubyggingum. Farið var í nokkrar lykilspurningar: Hvaða táknheimur birtist okkur í kirkjubyggingum? Hvaða guðfræði er á bak við hann? Í hvaða biblíutexta vísa byggingarnar? Af hverju er í kirkjum altarisborð, predikunarstóll, skírnarfontur, turn og af hverju eru yfirleitt tröppur upp að kórrýminu innst í kirkjunni o.s.frv. Hvernig hafa kirkjubyggingar þróast í gegnum tíðina? Fjallað var um þá biblíutexta sem helst hafa mótað kirkjulist og trúartákn bæði í sögu og samtíma. Þar mætti nefna texta úr Opinberunarbók Jóhannesar og þær hugmyndir sem þar koma fram um hina himnesku Jerúsalem.

(b) Biblíulestrarnir eru vel sóttir, allt frá 15 – 25 einstaklingar mættu í hvert skipti. Skapast gjarnan skemmtilegar umræður og oft verður að slíta fundi fyrr en menn vilja. Fólk er almennt ánægt með þessa fræðslu og sammála um nauðsyn hennar. Þessir fyrirlestrar er undir yfirheitinu biblíulestrar þar sem Biblían myndar grundvöllinn að þeirri guðfræðilegu umræðu sem þar fer fram. Mikið af því efni sem þar hefur verið flutt hefur birst sem greinar í tímaritum eða ritum.

 

3.2 Fræðslustundir veturinn 2018–2019

Fyrsta röðin (haust) mun kallast: Kirkjubyggingin og kirkjuárið (4.10. – 6.12. 2018) og önnur: Kirkjuárið og guðfræði þess (24.01. – 4.04. 2019).

Samstarf er eins og áður á milli fræðslunnar í prófastsdæminu og Leikmannaskóla þjóðkirkjunnar.

 

3.3 Opinberir fyrirlestrar héraðsprests á starfsárinu:

 1. Fyrirlestrar héraðsprestur: 4. maí, „Raunsæ Lífsgleði“ í Áskirkju, 18. maí „Katarína og Marteinn Lúther“, 25. maí „Lífsgleðin og veruleikinn“ í Blönduáskirkju, 30 maí „Messuformið og guðfræði þess“ á Messuþjónaþingi í Breiðholtskirkju,
 2. Fyrirlestrar héraðsprestur: 2. september „Guðfræði messuformsins“ á leikmannastefnu í Hjallakirkju. 17. september „Raunsæ lífsgleði“ í Selfosskirkju. 23. október „Lúther og siðbótin“ í Hafnarfjarðarkirkju, 28. október „Lúther og Katarína“ í Lofsalnum á hátíðarsamkomu hjá Aðventistum, 31. október „Lúther og lífsgleðin“ í Seltjarnarneskirkju. 13. nóvember „Guðfræði kirkjuturnsins og kirkjuklukkna“ í Kristinboðsfélagi karla.
 3. Fyrirlestrar héraðsprestur: 29 janúar í Kristinboðsfélagi karla um „Táknmál kirkjunnar“. 27 feb. „Um guðfræði Guðþjónustunnar.“ í Borgarnesi á vegum biskupstofu námskeið fyrir starfsfólk og sóknarnefndir. 2 mars í Kristinboðsfélaginu um Guðfræði kirkjuturnsins og klukkna. Skálholti 7. – 8. maí. „Staða rannsókna og aðferðafræði í kennslufræði kirkjubygginga“, „Altarið í sögu og samtíð“, „Kirkjan sem ímynd hinna himnesku Jerúsalem“, „Kirkjubekkir og predikunarstóll“ og „Guðfræðileg merking lita“. Alls 18.

 

3.4 Þing sem héraðsprestur skipulagði og/eða kom að Þing, opinberir fyrirlestrar og útvarpserindi voru sem héraðsprestur kom að í starfi sínu með afmælisnefndina á Lúthersári um voru að ræða málþing um loftslagsmál 8. september og um Lúther og sálmana 31. október. Vígslu útialtaris 10. des.

 

3.5 Útvarpserindi og -viðtöl

(a). 4. maí um „Guðfræði Lúthers og siðbótin“, 10. nóvember erindi um „Áhrif siðbótarinnar“ á útvarpsstöðin Lindin.

(b) 2017: 22. september flutti héraðsprestur erindi um „Lúther og siðbótina“, 27. október um „Lúther og Katarína“, 3. nóvember um „Lúther og uppgjörið við Róm“, 17. nóvember „Lúther og bændauppreisnin“. 2018: 23 mars „Lúther og gyðingarnir“, og 26. mars „Píslasagan“ í útvarpi Sögu.

(e) Þættirnir með Ævari Kristjánssyni „Þjóð, frelsi og forræðishyggja“ á RUV vikulega á sunnudögum og endurtekið á miðvikudögum frá 29 apríl til 3 júlí.

Alls 28 þættir.

 

3.6 Fyrirlestrastarfið og fræðslan eru umfangsmikil og hélt héraðsprestur um 37 erindi í predikunarsemínari, 20 í biblíulestrum auk 18 opinbera og 28 útvarpserindi. Fyrirlestrar voru alls 103, auk 52 kennslustunda við HÍ. Nokkrir fyrirlestranna hafa þegar birst sem greinar í, Kirkjuritinu, STI, Skírni, Bjarma, tru.is eða annars staðar.

Undanfarin ár hefur héraðsprestur kennt Kirkjusögu Evrópu við Guðfræðideild HÍ. Um er að ræða fjóra tíma í viku á haustönn (mán. 10-12 og mið 8.-10).

 

3.7 Greinarskrif sem komu út á starfsárunum 2016–2018

 1. „Tími og rúm í hugvekjum Hallgríms Péturssonar“, Hallgrímur Pétursson – Safn ritgerða í tilefni 400 ára afmælis hans, útgefandi Torfi Hjaltalín, Flateyjarútgáfa, 2015, 165–175. // 2. „Birtingarmyndir íslams í samfélagsumræðunni“ Skírnir vor 2016, bls. 53–90. // 3. „Trú og vantrú“, Bjarmi 2 tbl. 110 árg 2016, bls. 42-45. // 4. „Trú og tónlist“ tru.is 13.10. 2016. // 5. „Marteinn og Katarína Lúther“ tru.is 27.02. 2017. // 6. „Sögurýnin og íslam“ Skírnir 191. Ár, vor 2017, bls. 47–79. // 7. „Marteinn og Katarína Lúther“Bjarmi 1. tbl. 111. árg. júní 2017, 20-27. // 8. „Um biskupsembættið“ STI 44. árg. nr. 1 (2017), 21–32. // 9. „Signingin“ Bjarmi 2 tbl. 111 árg 2017, bls. 26-29. // 10 Blessun Arons. Uppruni, notkun og áhrif“ Áhrif Lúthers – Siðskipti, samfélag og menning. Ritstjórar Hjalti Hugason, Loftur Guttormsson og Margrét Eggertsdóttir, HÍB Reykjavík 2017, 445–468. // 11. „Guðfræðilegur grunnur biskupsembættisins“ tru.is 27.09 meðhöfundur Haraldur Hreinsson. // 12. „Ætti að banna pólitískan rétttrúnað? Um öngstræti í samfélagsumræðunni“ Skírnir 191. árg. (haust 2017), 365–402. // 13 „Trú og ótti“ Bjarmi 3. tbl.111 árg 2017, bls. 36-38. // 14. „Raunsæ lífsgleði – Lífsgleðin og dauðinn í guðfræði Marteins Lúthers“, TMM 78. árg. 4. hefti des. 2017, 29–40. // 15. „Kirkjuturninn“ Bjarmi 1. tbl. 112. árg. apríl 2018, 21–24.

 

3.8 Afmælisrit

Á vegum Lúthersafmælisnefndar var gefin út 1. des 2017 fyrra bindi af Marteinn Lúther – úrvalrita 1517–1523, hjá Skálholtsútgáfunni aðalþýðandi er Gunnar Kristjánsson og um umbrot sá Brynjólfur Ólason, en héraðsprestur er í ritstjórn þeirrar útgáfu ásamat Gunnari J. Gunnarssyni og Arnfríði Guðmundsdóttur.

 1. mars 2018 kom út á vegum Lúthersafmælisnefndar var gefin út seinna bindi af Marteinn Lúther – úrvalrita 1524–1545.

 

4 Trú og tónlist

4.1 Tónlistarflutningur héraðsprests

 1. 18. maí spilað í Áskirkju með próf. Sigurði Grétarssyni sem lék á gítar m.a. bítlalög í samveru eldri borgara. Lék 12, 19 og 26 júní með Halldóri Sighvatsyni altó saxafóleikara dúetta í bænastundum í Breiðholtskirkju. 19. og 26 júlí lék héraðsprestur með Sigurði Grétarssyni í bænastund í Breiðholtskirkju.
 2. Lék á samkomu eldriborgara með Sigurði (gítar) 4. október í Árbæjarkirkju. 10. október með Halldóri (sax) í Digraneskirkju bæði í helgistund sem héraðsprestur sá einnig um og hélt hugvekju og í samverunni á eftir. 12. október spilaði fyrir eldriborgara í Lindakirkju og var með hugvekju með Óskari Einarssyni píanóleikara. Á samkomu eldriborgara með Halldóri (sax) í 7. nóvember í Kópavogskirkju.
 3. 10. janúar Digraneskirkja ásmat Sigurði (gítar), 16. janúar Breiðholtskirkja með Halldóri (sax). 6 feb. í Fella og Hólakirkju, 28 feb. í Breiðholtskirkju ásamt Halldóri (sax). 7. mars spilaði fyrir eldriborgara Digraneskirkju. 17. apríl spilaði með Sigurði (gítar) fyrir eldriborgara í Grafarvogskirkju. 25. spilaði fyrir eldriborgara í Árbæjarkirkju. Alls 17 atburðir.

Hér er um skemmtilega nýjung að ræða, sem krefst undirbúnings og er afrakstur tónlistarnáms héraðsprests síðastliðin 18 ár.

 

 1. Fundir

5.1. Fundir vegna prestsstarfa

Héraðsprestur sótti fasta fundi fyrir presta og/eða starfsmanna prófastsdæmisins. Ritari á valnefndarfundum: 2 þ.e. 8. jan. Í Hjallakirkju. 9. maí Dómskirkjunni. í Námsnefnd prófastsdæmisins og fræðsluráð: 2

Samstarfsfundir eru haldnir í Breiðholtskirkju á þriðjudögum og sótti héraðsprestur þá eftir bestu getu.

Skírnarviðtöl: 3

Giftingarviðtöl: 4

Viðtöl vegna jarðarfarar: 6

 

5.2. Fundir vegna kirkjustarfs og – stjórnar innanlands

Tónlistaráðs: 7

Lúther- og útgáfunefnd: 10

Vegna undirbúnings útvarpsþátta með Ævari Kjartanssyni: 10

Vísindasjóður prestafélags Íslands: 7

Vegna guðfræðivinnu: 36

 

 1. Guðsþjónustur, helgistundir, prestsverk o.s.frv. á tímabilinu

(a) Guðsþjónustur: 30

(b) Helgistundir: 16

(c) Athafnir: Skírnir 3

(d) Ferming:

(e) Giftingar: 2

(f) Jarðarfarir: 3

(g) Sálusorgun hefur aukist.

 

 1. Annað

Héraðsprestur starfar í ritstjórn Kirkjuritsins og í ritstjórn Glímunnar, hann er formaður í Vísindasjóði presta, situr í Kenningarnefnd kirkjunnar, nefnd varðandi undirbúning Lúthersársins á vegum Kirkjunnar og í kirkjutónlistarráði. Var töluverð vinna bundin við þessi nefndarstörf, s.s. fyrirlestra og greinaskrif tengda þessu starfi.

 

 

 

Ykkar héraðsprestur

Dr.dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson