Aukahéraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra

Aukahéraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra verður haldinn í Breiðholtskirkju fimmtudaginn 16. október 2017.

Fundurinn hefst kl. 17:30 og gert er ráð fyrir að honum ljúki kl. 21.

Á héraðsfundi eiga að mæta:

  1. þjónandi prestar í prófastsdæminu
  2. tveir sóknarnefndarmenn, formaður og safnaðarfulltrúi, ef hann er til staðar, eða varamenn þeirra
  3. djáknar, starfandi í prófastsdæminu
  4. kirkjuþingsmenn prófastsdæmisins
  5. fulltrúar prófastsdæmisins á leikmannastefnu.

Í starfsreglum um héraðsfundi segir svo:

Starfsmönnum sókna og prófastsdæmis svo og öllum áhugamönnum innan þjóðkirkjunnar um kirkjuleg málefni er heimilt að mæta á héraðsfundi með málfrelsi og tillögurétt.