Tómasarmessa 24. September

Sunnudaginn 24. september verður Tómasarmessa í Breiðholtskirkju kl. 20.

Tómasarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar, en heiti messunar er dregið af postulanum Tómasi, sem ekki vildi trúa upprisu Drottins nema hann fengi að sjá hann og þreifa á sárum hans. Í Tómasarmessunni er það einmitt ætlunin að gera fólki auðveldara að skynja návist Drottins, m.a. í lofgjörð og bænaþjónustu. Messan einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist, mikil áhersla er lögð á fyrirbænarþjónustu og sömuleiðis á virka þátttöku leikmanna. Þú ert velkomin(n)!!