Skýrsla prests innflytjenda

Stutt skýrsla um starfsemi prests innflytjenda  á árinu 2016, sem varðar starfsemi um flóttafólk (jan. – des. 2016)

1) Bænasamkoma á ensku ,,Seekers“ í Laugarneskirkju

Í samvinnu við séra Kristínu Þórunn Tómasdóttur, sóknaprest, þar til loka júlímánuðar. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir og Hjalti Jón Sverrisson (guðfræðinemar) og Jóhanna María Eyjólfsdóttir (djáknanemi) veita aðstoð við tækifærið.

Samkoma var haldin kl.15 á þriðjudögum (frá 1. viku janúar – 3. viku mars, 1. viku september – 3.viku janúar 2017)  en kl. 15 á miðvikudögum. (frá 4.viku mars – 4. viku ágúst).  *Frá 4. viku janúar 2017 til núna ; kl. 17 á þriðjudögum.

Samkoma voru haldin 53 sinnum á árinu 2016 og var lagði niður aðeins einu sinni (30. desember vegna veikinda prestsins). Hefur aldei gerst hingað til að ,,enginn mætti“.
Meðaltal 15-20 manns mætir (með prestum) í hvert skipti. En þeir eru frá eins og t.d. Rétttrúnaðarkirkju, pentekost, ýmislegum mótmælandi kirkjum eða öðruvísi bakgrunn en kristni.

Samkoma fékk styrki upphæðar 100þ.kr frá Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Þakkir.

2) Bænasamkoma á ensku ,,Hjalla-Seekers“ í Hjallakirkju

Í samvinnu við séra Sigfúsi Kristjánsson, sóknaprest, Steinunn Arnþrúði Björnsdóttur(til maí 2016) og Kristínu Pálsdóttur (frá júní), presta í Hjallakirkju.

Samkoma var haldin kl.11 á föstudögum með léttan hádegismat (janúar – 2. viku júní) og síðan kl. 14 á sunnudögum (frá 3.viku júní) en ekki á hverjum sunnudegi.
Enska messa er haldin á samatíma á 2. sunnudag hvers mánaðar og einnig í Hallgrímskirkju á síðasta sunnudag hvers mánaðar. Þegar það er ensk messa, þá bænastund er ekki haldin í Hjallakirkju, heldur fer fólkið á enska messu ásamt presti innflytjenda.

Þannig var samkoman haldin samtals 40 sinnum. Samkoma lagðist niður þremur sinnum (fyrsti janúar, 25. mars föstudaginn langa, og 25. desember).

Mæting hefur verið í meðaltali 10-15 manns með presti/prestunum.

3) Messa á ensku í Breiðholtskirkju og viðtalstími

Messa er á hvern annan sunnudag mánaðar kl.14. Messan er haldin í Breiðholtskirkju en ekki hluti af safnaðarstarfi Breiðholtskirkju. Organistinn er Örn Magnússon, organisti Breiðholtskirkju.
Fjöldi þátttakenda er milli 15- 25.

Sérstök messa ,,Together with refugees“ var haldin 11. september og sr. Solveig Lára Guðmundurdóttir, vígslubiskup á Hólum, prédikaði. Messan var velsótt og um hundrað manns mættu.
Flestir þátttekendanna eru sama fólk sem mætir í bænastundum Laugarneskirkju eða Hjallakirkju, en nkkrir Íslendingar sækja messu reglulega eftir september mánuð.
Verkefnið þiggir 260þ.kr úr kristnisjóði fyrir árið 2016 og 100þ.kr úr héraðssjóði Reykjavíkurprófastdæmis eystra. 450þ.kr úr kristnisjóð fyrir árið 2017. Þakkir.
Einnig er viðtalstími við flóttafólk í húsnæði Breiðholtskirkju milli kl. 13- 16 á fimmtudögum. Fólkinu, sem er strætó -notendur, finnst gott að mæta í Breiðholtskirkju.

4) Skírnar flóttafólk

Á árinu 2016 voru samtals 24 manns skírð (22 fullorðnir og tvö börn). Skírnar fór fram í sérskírnarsamkomum Laugarneskirkju, í Hjallakirkju (í sérskírnarsamkomum og tvísvar í sunnudagsguðsþjónustu) og í sunnudagsmessu í Breiðholtskirkju.

Skírnarfræðsla er haldin 6 sinnum fyrir sérhvern mann sem óskar eftir skírn.
*8 manns eru í fræðslu núna 15. maí 2017.

5) Fjöldi félaga á listanum

Þeir sem mættu í bænastund nokkrum sinnum og sýndu áhuga á kristni eru skráðir á lista hjá presti innflytjenda. Á listanum eru nú um 75 – 85 manns skráð.

Á árinu 2016 og fyrstu tveimur mánuðum ársins 2017 voru samtal 22 félagar Seekers fengu dvalarleyfi. Flestir þeirra eru nú í vinnu og geta ekki mætt í bænastund eins reglulega og áður.

Þvert á móti 15 félagar fengu synjun um hælisumsókn sína og voru vísaðir út úr landi. Nöfn þeirra eru samt geymd á listanum til þess að muna þá og minnast á bænum okkar.

6) Ný tilraun um þvertrúalega nálgun

Frá október sl. óformlegur hópur mætist til þess að móta stuðningsstarfsemi við hælisleitendur, sérstaklega við þá sem dvelja í Arnarholti og Víðnesi, á trúarþverlegan hátt.

Í hópnum eru t.d. fulltrúar Stofnunar múslíma, prestur Filadelfíusafnaðar, áhugafólk í þjóðkirkju, foringjar Hjálpræðishersins, fulltrúar Hjálpstarf kirkjunnar, sr. Ólafur í Grensáskirkju, sr. Arna Grétarsdóttir og prestur innflytjenda.

Hópurinn stefnir því að brjóta niður einangrun fólks í Arnarholti og Víðnesi og kynnast við þá, og einnig skapar jákvætt tækifæri fyrir fólkið eins og sjálfboðsstarf, nám eða íþrótt o.fl.

(Toshiki Toma)