Seljakirkja

Biblían og bænin bænin og Biblían

 

 

Tveggja kvölda námskeið í Seljakirkju um Biblíuna og bænina miðvikudagana 15. og 22. febrúar kl. 19:30-21:00 í Seljakirkju.

 

Á námskeiðinu verður fjallað um Biblíuna og Biblíulestur, bænina og bænalífið.   Leitað verður svara við því hvernig Biblían og bænin tengjast hvort öðru.  Hvernig þetta tvíeiki getur aukið núvitund, skerpt markmiðssetningu og verið hamingjuauðgandi.  Einnig verða skoðaðar þær hindranir sem oft verða í veginum þegar Biblían er opnuð eða þegar bænin lendir í öngstræti.

 

Fátt er betra á nýju ári en að setja Biblíuna og bænina inn í hefðbundna rútínu hversdagsins og mun námskeiðið leitast við að auðvelda þá nálgun fyrir þátttakendur.

 

Leiðbeinandi er sr. Bryndís Malla Elídóttir prestur Seljasóknar

Skráning á seljakirkja@kirkjan.is eða í síma 567 0110

Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.