Trúarbrögð mannkyns.

Þá er hafið námskeið um trúarbrögð mannkyns í safnaðarheimili Breiðholtskirkju. Kennt á þriðjudagskvöldum. Hlé verður 24. september -24. október. Námskeiðið var haldið á liðnum vetri í Gerðubergi og komust færri að en vildu. Að þessu sinni verður bætt í og saga trúarbragðanna rekin frá fornöld.
Námskeiðið skiptist í eftirfarandi þætti:
1. Hvað er átrúnaður?
2. Mesópótamía og Zaraþústra
3. Egyptaland til forna
4. Grikkland
5. Rómaveldi
6. Germanskur og Keltneskur átrúnaður
7. Gyðingdómur
8. Kristni
9. Íslam
10. Hindúismi
11. Búddismi
12. Kína og Japan
13. Nýjar trúarhreyfingar
Leiðbeinandi er sr.Þórhallur Heimisson. Allt er undir, gyðingdómur, kristni, íslam, hindúismi, hinayanabúddismi, mahayanabúddismi, teravadabúddismi, tantra, shintó, taó, kínverskur átrúnaður, vísindakirkjan, moonistar, spírititistar,- og allt hitt líka. Skráning fer fram á thorhallur33@gmail.com. Námskeiðið hefst í lok ágúst og stendur það fram að jólum. Auðvelt er að koma inn í mitt námskeið