Konur eru konum bestar –framhaldsnámskeið

Konur eru konum bestar –framhaldsnámskeið
Haldið í Árbæjarkirkju miðvikudagskvöldin 12. og 19. október.
Sjálfstætt framhald af hinu sívinsæla sjálfsstyrkingarnámskeiði „Konur eru konum bestar“ sem haldið hefur verið innan Þjóðkirkjunnar í fjölmörg ár. Það er fyrir konur sem hafa sótt fyrra námskeiðið en einnig aðrar sem áhuga hafa. Á námskeiðinu er fjallað um leiðir til sjálfsstyrkingar, tilfinningar, samskipti, mörk og markmiðasetningu.
Námskeiðið er opið öllum konum 18 ára og eldri og kostar 2000 krónur.
Leiðbeinandi er sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir.