Veröld í vanda og æskileg viðbrögð, fræðsla og samræður um umhverfismál og lífsviðhorf

Veröld í vanda og æskileg viðbrögð, fræðsla og samræður um umhverfismál og lífsviðhorf

Fræðsla og samræður um umhverfismál og lífsviðhorf munu fara fram í Digraneskirkju miðvikudagana 25. maí, 1. júní og 8. júní, frá kl. 09:30 til 11:30. Miðað er við að hægt verði að fylgjast með fundunum á netinu. Fundirnir eru samstarfsverkefni Biskupsstofu og prófastsdæmanna þriggja á SV horni landsins.

Ari Trausti Guðmundsson, jarðvísindamaður og rithöfundur, mun í máli og myndum fræða og fjalla um ,,umhverfismál í víðum skilningi’’ og einkum stöðu Íslands og norðurslóða og bjóða til samræðna um lífsgildi og viðbrögð í því samhengi.

Á hverri fræðslustund mun hann í tveimur fyrirlestrum fjalla um tiltekna efnisflokka. Fræðsla 2 X 20-30 mín. Umræður í 15-20 mín. á milli fræðslustunda og einnig eftir þá síðari.

Miðvikudaginn 25. maí:
1. Hlýnun jarðar, afleiðingar hennar og viðbrögðin
Samræður
2. Sóun, endurvinnsla og gjörnýting hráefna – lykill að framtíðinni
Samræður

Miðvikudaginn 1. júní:
1. Ferðaþjónustan, þjóðgarðar og náttúruvernd
Samræður
2. Virkjanir, iðnaður og orkuflutningsnetið
Samræður

Miðvikudaginn 8. júní:
1. Hefðbundnu atvinnuvegirnir og samgöngur
Samræður
2. Opnun norðurslóða og olíuleit við Ísland
Samræður

Til glöggvunar er verðandi þátttakendum bent á bók Ara Trausta – Veröld í vanda – sem kemur út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi síðla í maí – og netsíður á borð við www.umhverfisfrettir.is,www.natturan.is, www.natturuvernd.is og www.environice.is.

Bókin verður væntanlega til sölu á afsláttarverði á fundunum.

Skráning er æskileg: https://docs.google.com/…/1xqAeDpM5THj1oLXAFWm5Awl…/viewform

F. h. Biskupsstofu,

Gunnþór Þ. Ingason, sérþjónustuprestur.