Trúarbragðaskóli

Breiðholtskirkja

Trúarbragðaskóli Breiðholtskirkju.
Að undanförnu hefur orðið mikil umræða í samfélaginu um hin ýmsu trúarbrögð, sögu þeirra og áhrif í samtímanum, – og ekki síst átök trúarbragðanna í heiminum í dag. Í þeirri umræðu allri verður því miður oft vart við ákveðinn skort á þekkingu á trúarbrögðunum og innihaldi þeirri. En áhuginn er mikill á að fræðast meira.
Til að bjóða upp á fræðslu um trúarbrögð heimsins mun verða starfræktur Trúarbragðaskóli á vegum Breiðholtskirkju á komandi vetri. Fyrir jól verður sjónum beint að gyðingdómi, kristni og íslam, en eftir áramót er komið að hindúisma, búddisma og nýjum trúarhreyfingum og trúarhefðum.
Leiðbeinandi er sóknarprestur Breiðholtskirkju, sr.Þórhallur Heimisson, en hann hefur stundað framhaldsnám í trúarbragðafræðum, skrifað nokkrar bækur um trúarbragðasögu, og sótt heim marga af þeim stöðum þar sem brotalínur trúarbragðanna hafa legið.
11. október kl.19.30: Gyðingdómur
8. nóvember kl 19.30: Kristin trú
6. desember kl 19.00: Íslam
Hann veitir nánari upplýsingar um trúarbragðaskólann á thorhallur33@gmail.com