Málþing um Biblíu 21. aldar.

Biblían

Menning okkar hefur mótast í ríkum mæli af tungutaki, táknmyndum og boðskap Biblíunnar. Á sama tíma er biblíuþekkingu almennings mjög ábótavant, sérstaklega yngri kynslóða. Málþingið “Biblía 21 aldar” fjallar um þessa þversögn og leiðir til úrbóta á nýrri öld. Málþingið er haldið í tilefni af 200 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags.

Staður og tími: Fyrirlestrarsalur Þjóðminjasafns Íslands, þriðjudaginn 28. apríl, kl. 13.

Dagskrá

  • Jón G. Friðjónsson: Biblían og rætur íslenskrar tungu.
  • Guðrún Kvaran: Um biblíuþýðingar og gildi þeirra.
  • Arnfríður Guðmundsdóttir: Biblían í bíó. Fagnaðarerindið um Jesú Krist fest á filmu.
  • Sigurður Pálsson: Biblíufræðsla, biblíuskilningur og menningarlæsi.
  • Dögg Harðardóttir: Gildi biblíulesturs.
  • Árni Svanur Daníelsson: #Biblían. Með ritninguna í vasanum, við fingurna og á vörunum.
  • Pallborðsumræður um gildi fræðslu og þekkingar á biblíunni á nýrri öld.