Vetur kvaddur í Breiðholtinu.

Kirkjustarf aldraðra í söfnuðunum í Breiðholti og félagsstarfið í Gerðubergi standa fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í Breiðholtskirkju í Mjódd kl. 14 á síðasta vetrardag. Á eftir er boðið upp á kaffi og meðlæti í safnaðarheimilinu.

Þessar samverur hafa verið haldnar á síðasta vetrardag í allmörg ár og hafði Guðrún heitin Jónsdóttir, sem þá var forstöðukona félagsstarfsins í Gerðubergi frumkvæðið að því að þær voru teknar upp. Þátttaka hefur yfirleitt verið mjög góð. Oft hafa vel á annað hundrað manns mætt og stundum allt að 200.

Dagskráin er blönduð,  tónlist, upplestur o.fl.  Og flytjendur yfirleitt á öllum aldri, allt frá eldri borgurum til skólabarna.