Allra heilagra messa

Þau voru ljós á leiðum okkar

Fyrsta sunnudag í nóvember er allra heilagra messa haldin hátíðleg, að þessu sinni sunnudaginn 2. nóvember. Þá er látinna víða minnst í kirkjum landsins. Síðari ár hefur sá siður fest sig í sessi hérlendis að vitja leiða ástvina sinna á allra heilagra messu. Með því  heiðrum við minningu þeirra sem okkur voru kær og veitum sorginni heilbrigðan farveg.

 

Prófastsdæmin í Reykjavík og Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæmanna hafa um árabil staðið fyrir tónlistardagskrá í Fossvogskirkju þann dag undir yfirskriftinni: “Þau voru ljós á leiðum okkar.” Dagskráin næstkomandi sunnudag stendur yfir frá kl. 14-16. Fram koma Óskar Einarsson og Gospeltónar, Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Jónas Þórir og Stúlknakór Bústaðakirkju ásamt Svövu K. Ingólfsdóttur. Hugvekjur flytja sr. Hreinn Hákonarson og Þórey Dögg Jónsdóttir, djákni. Aðgangur er ókeypis og fólki frjálst að koma og fara að vild. Kirkjugarðar höfuðborgarsvæðisins eru opnir að venju.

 

Umsjón:

Bryndís Malla Elídóttir, héraðsprestur, bryndis.malla.elidottir@kirkjan.is

Erla Pálmadóttir, erla@kirkjugardar.is

María Ágústsdóttir, héraðsprestur, s. 867 0647, maria@hallgrimskirkja.is