Tilkynning frá Leikmannaskólanum.

Komið þið sæl.

Þriðjudagskvöldið 12. mars kl. 18-21 heldur dr. John Franke, kristniboðsfræðingur, erindið „From Western to World Christianity – why having other voices at the theological discussison tabel is important“. Erindið, sem fer fram á ensku án túlkunar, verður haldið í safnaðarheimili Neskirkju og er haldið í samvinnu við Starfs- og leikmannaskóla þjóðkirkjunnar. Boðið verður upp á súpu í hléi og því er mikilvægt að fólk skrái sig hjá Kristínu Arnardóttur, kristin.arnardottir@kirkjan.is, sími 520 4000.

Dr. John Franke er prófessor við Guðfræðistofnun Yellowstone í Bozeman, Montana í Bandaríkjunum. Hann er doktor í heimspeki frá Oxford háskóla og hefur einbeitt sér að síðnútímalegri hugsun og menningu frá sjónarhóli kristinnar trúar og boðunar.

Dr. Franke heldur einnig erindi á vegum Guðfræðistofnunar HÍ mánudaginn 11. mars kl. 11.40-13 og miðvikudagskvöldið 13. mars kl. 20-21.30 í Laugarneskirkju. Yfirskriftin í HÍ er: „Missional theology – what difference does it make for the church?“ Í Laugarneskirkju mun sr. Vigfús Bjarni Albertsson túlka og stýra umræðum en erindið þar nefnist: Hin síð-frjálslyndu og síð-íhaldssömu – Hvar mætast þau? (á ensku: „Post-conservatives and post-liberals – what do they have in common?“).

Þverkirkjulegu leiðtogasamtökin Lífsgæði (www.lifsgaedi.is) standa fyrir komu dr. Franke hingaði til lands.

Bestu kveðjur,
María Ágústsdóttir
verkefnisstjóri