Orgeltónleikar í Hjallakirkju.

Sunnudaginn 25. nóvember kl. 17 heldur Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, organisti við Akureyrarkirkju, tónleika í Hjallakirkju í Kópavogi.
Hún leikur verk eftir Johann Sebastian Bach, César Franck, Murice Ravel (í umritun eftir Anne Kirstine Mathiesen), Jesper Madsen og konsert eftir Antonio Vivaldi í umritun eftur Bach BWV 592.
Að loknu meistaraprófi frá Konunglega danska tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn hefur Sigrún starfað sem barnakórstjóri og organisti við Akureyrarkirkju og við Möðruvallaklausturkirkju og kennir við Tónlistarskólann á Akureyri. Hún hefur haldið fjölda tónleika bæði innanlands og utan, sem einleikari, meðleikari og kórstjóri.
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.